Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Zane Scotland – 17. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Zane Scotland. Scotland fæddist í Manchester á Englandi 17. júlí 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og hefir á ferlinum sigrað 1 sinni þ.e. á ABC Solution UK Championship á PGA Europro Tour. Sem áhugamaður sigraði hann Peter McEvoy Trophy árið 2000. Zane er frændi Patrica Scotland, barónessu af Skotlandi Ashtal.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Steven O´Hara, 17. júlí 1980 (32 ára Skoti) …. og …..


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is