Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 11:15

Westwood í góðu skapi eftir góðan æfingahring á Royal Lytham

Lee Westwood er góðu skapi eftir góðan æfingahring á Royal Lytham vellinum, þar sem Opna breska hefst nú á fimmtudaginn n.k. „Ég spilaði völlinn í gær, sem var snilld því það var gott veður og það var næstum enginn á vellinum.  Þetta er einn af bestu æfingahringjum fyrir Opna breska sem ég hef átt!!!“ Lee er að reyna að sigra í fyrsta risamóti sínu í 58. tilraun sinni, en hann er búinn að vera 7 sinnum meðal efstu 3 á risamótum á 16 síðustu risamótum. Er tími Westwood kominn? Lee Westwood, sem er orðinn 39 ára viðurkennir að Lytham sé einn af eftirlætisvöllum hans, en veit að erfiður karginn og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 10:15

Sá á fund sem finnur! – Hótel Saga 50 ára!

Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu hafa þeir á Hótel Sögu komið fyrir sérmerktum golfboltum á golfvöllum um allt land. Ef heppnin er með þér og þú finnur golfbolta merktan Hótel Sögu okkur bíður þín frábær vinningur á Hótel Sögu. Það er til mikils að vinna, rómantískur pakki á Hótel Sögu, út að borða í Grillinu, Brunch í Skrúð og margt fleira. Eina sem þarf að gera er að hafa samband við Hótel Sögu og framvísa golfboltanum gegn gjafabréfi. Gjafabréfið gildir út afmælisárið 2012. Heimild: golf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 07:00

GVG: Hugrún og Jón Kristbjörn klúbbmeistarar Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði 2012

Það eru Jón Kristbjörn Jónsson og Hugrún Elísdóttir sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði, þ.e. GVG,  árið 2012. Jón Kristbjörn spilaði á samtals 16 yfir pari, 304 höggum (77 77 77 73). Í 2. sæti 5 höggum á eftir varð Pétur Vilbergur Georgsson, GVG. Klúbbmeistari Vestarr 2012 í kvennaflokki varð Hugrún Elísdóttir, en hún spilaði á samtals 367 höggum (100 88 94 85). Hún átti 8 högg á þá, sem varð í 2. sæti Önnu Maríu Reynisdóttur. Þátttakendur voru 31. Spilað var í frábæru veðri alla dagana og í lok móts var svo grillveisla og verðlaunaafhending. Heildarúrslit eru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 18:30

Dregið í holl fyrir Opna breska: Lee Westwood í holli með Bubba Watson og Yoshinori Fujimoto

Í morgun var gjört opinbert hverjir hefðu dregist saman í holl á Opna breska, sem hefst nú í vikunni. Margir spá Lee Westwood sigri, en honum líður einstaklega vel á Royal Lytham & Anne´s þar sem mótið fer fram. Hann hefir aldrei sigrað á risamóti. Westwood dróst í lið með Golf boys-num, General Lee eigandanum, nýbökuðum föður og sigurvegara The Masters í ár, Bubba Watson ásamt Yoshinori Fujimoto, frá Japan. Það er heilmikill heiður fyrir hinn 22 ára Fujimoto að spila með jafnmiklum hetjum og Lee og Bubba, en hann á aðeins að baki einn sigur á japanska PGA. En hver veit? Opna breska hefir þann vana að koma öllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 18:15

EPD: Stefán Már á 73 og Þórður Rafn á 74 höggum eftir 1. dag Bad Waldensee Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson hófu í dag keppni á Bad Waldensee Classic mótinu, en það er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Stefán Már lék á 73 höggum þ.e. 1 yfir pari.  Skorkortið var skrautlegt en Stefán Már fékk 5 fugla, 4 skolla og 1 skramba og er T-26, þ.e. deilir 26. sætinu með 12 öðrum kylfingum m.a. Þjóðverjanum, Marcel Haremza, sem búinn er að standa sig vel á EPD í ár. Þórður Rafn spilaði á 74 höggum, 2 yfir pari. Hann var með 3 fugla og 5 skolla og er í T-39, þ.e. deilir 39. sætinu ásamt 10 öðrum kylfingum. Í efsta sæti eftir 1. dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 13:30

Afmæliskylfingar dagsins: Adam Scott – 16. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er einn vinsælasti kylfingur a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar – maður sem hvað eftir annað hefir verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma… og sem er þar að auki líka góður kylfingur…. ástralski kylfingurinn Adam Derek Scott. Adam fæddist Adelaide í Ástralíu, 16. júlí 1980 og er því 32 ára í dag. Hann býr í Crans-Montana í Sviss. Adam gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og hefir á ferli sínum sigrað 18 sinnum, þ.á.m. 8 sinnum á evrópsku mótaröðinni og 8 sinnum á PGA. Honum hefir enn ekki tekist að sigra á risamóti og er eflaust einn þeirra sem lítur löngunaraugum á Claret Jug, en Opna breska, risamót allra risamóta hefst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 10:35

GG: Hildur Guðmundsdóttir og Kristinn Sörensen klúbbmeistarar GG 2012

Hildur Guðmundsdóttir og Kristinn Sörensen eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur 2012. Kristinn Sörensen spilaði á samtals 13 yfir pari, 293 höggum (70 72 76 75) og átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti Davíð Arthur Friðriksson. Hildur Guðmundsdóttir lék á samtals 364 höggum (89 93 90 92) og átti 11 högg á þá sem varð í 2. sæti, Þuríði Halldórsdóttur. Þátttakendur í Meistaramóti GG 2012 voru 57 og spiluðu í 7 flokkum. Úrslit í Meistaramóti GG 2012 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur 1 Kristinn Sörensen GG -2 F 38 37 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 10:15

GHG: Ingibjörg Mjöll og Fannar Ingi klúbbmeistar Golfklúbbs Hveragerðis 2012

Það eru Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir og Fannar Ingi Steingrímsson, sem er klúbbmeistarar GHG 2012. Þetta er aldeilis ár Fannars Inga. Hann er bara 13 ára og þegar orðinn klúbbmeistari Golfklúbbs Hveragerðis og það ekki í strákaflokki heldur í meistaraflokki klúbbsins síns, GHG.  Hann stóð sig best allra fyrir skemmstu af 5 íslenskum unglingum sem spiluðu á sterku unglingamóti í Vierumäki í Finnlandi – varð í 3. sæti og svo er hann að standa sig geysivel á Unglingamótaröð Arion banka, er búinn að vera í verðlaunasæti á öllum 3 mótunum, sem fram hafa farið í hans aldursflokki. Fannar Ingi spilaði á samtals 311 höggum (82 72 78 79) og átti 2 högg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 09:30

GOB: Birgitta Bjargmundsdóttir og Einar Lyng Hjaltason klúbbmeistarar GOB 2012

Það eru þau Einar Lyng Hjaltason og Birgitta Bjargmundsdóttir,  sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Bakkakots 2012. Bæði voru þau að hljóta klúbbmeistaratitla í fyrsta sinn. Meistaramóti GOB lauk í gær í brakandi blíðu. Alls voru 46 kylfingar sem tóku þátt og skemmtu sér vel alla fjóra dagana.Mótið gekk að öllu leyti eins og í sögu, frábært veður alla dagana og skemmtileg stemmning hjá keppendum. Einar spilaði á samtals 2 yfir pari, 282 höggum  (70 71 72 69) og átti 10 högg á Eyþór Ágúst Kristjánsson, sem varð í 2. sæti. Birgitta spilaði á 390 höggum (91 96 98 105) og átti 3 högg á Sigríði Ingibjörgu Sveinsdóttur, sem varð í 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 07:50

Tískan í golfi árið 2012 – sigur á síðustu metrunum

Hversu oft, lesendur góðir, eruð þið ekki búnir, það sem af er ársins, að lesa um einhvern sem leiðir mestallt mótið í golfi, ef ekki allt mótið og tapar síðan á síðustu metrunum eða í bráðabana, þar sem allt mótið er komið undir spili á einni holu eða jafnvel 1 höggi? Ef þið eruð farin að gleyma því sem virðist hafa orðið að hálfgerðri tísku árið 2012… þá er hér smá upprifjun: Það byrjaði eiginlega strax í upphafi árs á 2. móti ársins á PGA – Sony Open í Hawaii; þar var Matt Every í forystu mestallt mótið, en hver stendur uppi sem sigurvegari…. einhver yfirvaraskegglúði …. Johnson Wagner…. sem Lesa meira