Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 07:00

Brandt Snedeker fór holu í höggi á par-4 á Royal Lytham og fékk því jafnframt albatross

Brandt Snedeker sem sigraði svo eftirminnilega á Farmers Insurance Open á PGA mótaröðinni í janúar fór einn æfingahring í gær á Royal Lytham&St. Annes, þar sem Opna breska hefst í dag. Snedeker notaði járn og sló eftir 16. brautinni, sem er par-4 og 336 yarda (u.þ.b. 307 metra)  í átt að holu.  Hann dró síðan upp dræverinn til þess að fá hugmynd um bestu línuna í átt að teig ef svo skyldi vilja til að honum hugnaðist að verða agressívur. „Það voru ekki margir á vellinum, u.þ.b. 6 manns,“ sagð Snedeker. „Um það leyti sem ég gekk að fyrri bolta mínum til að slá hann með fleygjárni af braut var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 06:30

Robert Karlsson tekur ekki þátt í Opna breska

Fyrrum kylfingur nr. 1 í Evrópu, Robert Karlsson hefir dregið sig út úr Opna breska. „Ég hef þróað með mér slæma ávana í leik mínum og vanaferli, sem ég verð að taka á. Ég ætla að taka mér nokkurra vikna frí,“ sagði Svíinn 42 ára á Twitter. Það er enginn sem kemur í stað Robert Karlsson á Opna breska í ár, en 156 kylfingar taka þátt í mótinu – það eina sem brotthvarf hans úr mótinu bar með sér er að gera þurfti nokkrar breytingar á síðustu stundu á rástímum. Fyrsti hópurinn fór út kl. 6:30 að enskum tíma (þ.e. fyrir nákvæmlega klukkustund síðan) í staðinn fyrir 6:19; en það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 18:40

Glæsilegur árangur Gísla og Ragnhildar – komust í gegnum niðurskurð á Junior Open Championship – luku keppni í 27. og 33. sæti!

Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, luku keppni á Junior Open Championship á Fairhaven golfvellinum í Lancashire á Englandi, sama skíri og Opna breska hefst í, á morgun. Þau stóðu sig bæði eins og hetjur  komust í gegnum niðurskurð eftir 2. dag, þ.e. voru 2 af 33, sem komust áfram af 122 keppendum.  Ísland var því ein af fáum þjóðum þar sem allir keppendur þjóðarinnar komust í gegnum niðurskurð! Við getum því verið afar stolt af þeim Gísla og Ragnhildi!!! Upphaflega áttu 80 að komast í gegnum niðurskurð, en horfið var frá því vegna slæms veðurs þ.e. mikillar úrkomu í gær. Gísli lauk keppni á 238 höggum (84 72 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 18:15

EPD: Stefán Már varð í 12. sæti á Bad Waldsee Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, luku leik í dag á  Bad Waldsee Classic mótinu, sem er hluti þýsku EPD-mótaraðarinnar. Stefán Már lék lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum.   Á hringnum góða í dag fékk Stefán Már glæsiörn á 5. braut, 5 fugla og 2 skramba, en spilaði skollalaust! Samtals var Stefán Már á 2 höggum undir pari (73 72 69) þ.e. bætti sig með hverjum degi. Stefán Már deildi 12. sætinu með 5 öðrum kylfingum og fær u.þ.b. 90.000 íslenskar krónur í verðlaunafé. Þórður Rafn spilaði lokahringinn á 82 höggum og var langt frá sínu besta. Hann var samtals á 13 yfir pari (74 73 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 16:45

Afmæliskylfingur dagsins: Nick Faldo – 18. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sir Nick Faldo.  Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 55 ára afmæli í dag!  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni.  Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður.  Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: „Sexfaldur sigurvegari risamóta í golfi, Sir Nick Faldo er mikill kvennamaður. Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 15:00

Íslenska stúlknalandsliðið Evrópumeistarar í Shoot-out

Íslenska stúlknalandsliðið varð í 18. sæti á Evrópumóti stúlknalandsliða sem fram fór í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið stóð hins vegar uppi sem sigurvegari í Shoot-out keppni sem fram fór á öðrum degi mótsins. Þrír keppendur frá hverri þjóð tók þátt í keppni og var keppt í þremur greinum. Sunna Víðisdóttir sló pitchhögg fyrir íslenska liðið af 45 metra færi og varð í þriðja sæti af 20 keppendum. Anna Sólveig Snorradóttir sló 17 metra lobhögg og varð í 7. sæti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili tryggði íslensku stúlkunum sigur í keppninni er hún púttaði 36 metra pútti feti frá holunni og varð efst. Í hverri grein voru gefin stig fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 14:30

Sá á fund sem finnur – Hótel Saga 50 ára!

Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu hafa þeir á Hótel Sögu komið fyrir sérmerktum golfboltum á golfvöllum um allt land. Ef heppnin er með þér og þú finnur golfbolta merktan Hótel Sögu, bíður þín frábær vinningur á Hótel Sögu. Það er til mikils að vinna, rómantískur pakki á Hótel Sögu, út að borða í Grillinu, Brunch í Skrúð og margt fleira. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við Hótel Sögu og framvísa golfboltanum gegn gjafabréfi. Gjafabréfið gildir út afmælisárið 2012.  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 10:00

GP: Brynja og Skjöldur eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Patreksfjarðar 2012

Klúbbmeistarar Golfklúbbs Patreksfjarðar 2012 eru Skjöldur Pálmason og Brynja Haraldsdóttir. Í ár voru 11 þátttakendur í meistaramótinu. Spilaðir voru 2 hringir.  Skjöldur lék á samtals 174 höggum (85 89) og átti 8 högg á Kristinn Ólafsson, sem varð í 2. sæti. Brynja Haraldsdóttir, klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbi Patreksfjarðar spilaði Vesturbotnsvöll á 182 höggum (94 88) og átti 1 högg á Björgu Sæmundsdóttur, sem varð í 2. sæti í kvennaflokki og hefir keppni milli þeirra því verið spennandi. Úrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Patreksfjarðar 2012 er eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Skjöldur Pálmason GP 12 F 42 47 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 09:00

Sumum finnst Tiger Woods ekkert sigurstranglegur á Opna breska

Tiger er spáð góðu gengi á Royal Lytham golfvellinum, þar sem Opna breska hefst á morgun. Það er gósentíð hjá veðbönkum og síðustu fréttir voru að Tiger sé meðal þeirra sem oftast er spáð sigri, líkurnar 1:7 eða jafnvel 1:8. Royal Lytham er með 206 sandlompur og karga sem Tiger hefir sjálfur lýst sem „óspilanlegum“ á köflum.  Tiger hefir ekkert gengið sérlega vel á vellinum, hann var sá áhugamaður sem stóð sig best þar fyrir óralöngu, en síðast þegar Opna breska var haldið þar varð Tiger T-25. Einn þeirra, sem telur Tiger Woods ekkert sigurstranglegan á Opna breska er Cameron Morfit, golfpenni Golf.com SMELLIÐ HÉR Hann segir m.a. í ofangreindu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 08:00

GÖ: Halla Björk og Ísak eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Öndverðarness 2012

Á laugardaginn s.l. lauk 3 daga meistaramóti Golfklúbbs Öndverðarness 2012. Klúbbmeistarar GÖ 2012 eru Ísak Jasonarson, GK, sem er klúbbmeistari GÖ, 2. árið í röð og Halla Björk Ragnarsdóttir, GR. Ísak spilaði á 11 yfir pari, 221 höggi (74 76 71). hann átti 9 högg á Sigurð Aðalsteinsson sem varð í 2. sæti. Halla Björk lék á 18 yfir pari, 228 höggum (74 78 76) og átti mörg högg á Kristínu Þorvaldsdóttur sem varð í 2. sæti. Þátttakendur í Meistaramóti GÖ 2012 voru 104 og spilað var í 10 flokkum. Úrslit í Meistaramóti GÖ 2012 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Lesa meira