Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 17:25

GH: Jóhanna Guðjónsdóttir klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Húsavíkur 2012

Þann 7. júlí birtist frétt hér á Golf1 um að Arnar Vilberg Ingólfsson hefði orðið klúbbmeistari GH 2012. SMELLIÐ HÉR til að sjá fréttina. Sagt var ranglega í fréttinni að aðeins hefði verið spilaði í einum flokki karla vegna ónógrar þátttöku.

Hið rétta er að dagana 5-.6. júlí fór  fram Meistaramót GH kvenna og leiðréttist það hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar. Sú sem varð klúbbmeistari kvenna hjá GH 2012 er Jóhanna Guðjónsdóttir.

Jóhanna Guðjónsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GH 2012. Mynd: Í einkaeigu.

Spilaðir voru 2 hringir og sigraði Jóhanna á samtals 179 höggum (91 88). Það munaði 4 höggum á Jóhönnu og þeirri sem varð í 2. sæti Birnu Dögg Magnúsdóttur.

Úrslit í kvennaflokki á Meistaramóti GH 2012 voru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Jóhanna Guðjónsdóttir GH 17 F 42 46 88 18 91 88 179 39
2 Birna Dögg Magnúsdóttir GH 14 F 44 50 94 24 89 94 183 43
3 Þóra Karlína Rósmundsdóttir GH 26 F 47 52 99 29 103 99 202 62
4 Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir GH 35 F 53 52 105 35 112 105 217 77