Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 18:10

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn komust báðir í gegnum niðurskurð á Bad Waldensee Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, komust báðir í gegnum niðurskurð á Bad Waldensee Classic mótinu, í Þýskalandi. Niðurskurður miðaðist að þessu sinni við samtals skor upp á 5 yfir pari (þ.e. þeir sem voru með það heildarskor komust í gegn).

Stefán Már bætti sig um 1 högg frá því gær, lék á 72 höggum þ.e. sléttu pari; fékk 4 fugla, 2 skolla og 1 skramba.  Samtals er Stefán Már búinn að spila á 1 yfir pari, 145 höggum (73 72).  Stefán Már deilir 21. sæti með 3 öðrum kylfingum, eftir 2. dag mótsins.

Þórður Rafn bætti sig líka um eitt högg í dag, spilaði á 1 yfir pari, 73 höggum og er samtals búinn að spila á 3 yfir pari 147 höggum (74 73), eftir 2. mótsdag. Hann deilir 33. sæti með 4 öðrum kylfingum.

Í efsta sæti eftir 2. dag er Þjóðverjinn Max Kramer, en hann er búnn að spila á 8 undir pari, samtals 136 höggum  (69 67).

Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Bad Waldensee Classic, SMELLIÐ HÉR: