Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 18:50

GÞH: Laíla klúbbmeistari Hellishóla 5. árið í röð!

S.l. helgi 14.-15. júlí fór fram Meistaramót Hellishóla á Þverárvelli.  Hjónin Víðir og Laíla eru orðin landskunn af rekstri eins flottasta, nýja 18 holu golfvallarins á landinu, sem þykir með þeim erfiðari.

Í Meistaramóti Hellishóla að þessu sinni tóku þátt 14 klúbbfélagar GÞH og var spilað í karla- og kvennaflokki.

Klúbbmeistari GÞH í karlaflokki 2012 varð Ívar Harðarson.  Hann spilaði hringina 2 á 164 höggum (86 78). Í 2. sæti varð Guðjón Gottskálk Bragason.

Klúbbmeistari kvenna í GÞH 2012 er Laíla Ingvarsdóttir og er þetta  5. árið í röð sem hún verður klúbbmeistari kvenna að Hellishólum! Laíla spilaði á samtals 176 höggum (84 92) og átti þónokkuð mörg högg á þá sem varð í 2. sæti Guðmundínu A. Kolbeinsdóttur.

Úrslit í Meistaramóti GÞH 2012 urðu eftirfarandi:

Karlaflokkur:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Baldur Baldursson GÞH 2 F 42 36 78 7 86 78 164 22
2 Ívar Harðarson GÞH 5 F 42 36 78 7 86 78 164 22
3 Guðjón Gottskálk Bragason GÞH 3 F 39 45 84 13 81 84 165 23
4 Víðir Jóhannsson GÞH 3 F 40 44 84 13 85 84 169 27
5 Elías Víðisson GÞH 6 F 47 40 87 16 85 87 172 30
6 Hákon Gunnarsson GÞH 9 F 41 46 87 16 93 87 180 38
7 Ólafur Jakob Lúðvíksson GÞH 16 F 46 49 95 24 103 95 198 56
8 Björn Pálsson GÞH 16 F 50 46 96 25 107 96 203 61
9 Ragnar Borgþórsson GÞH 24 F 52 50 102 31 125 102 227 85
10 Örn Baldvins Hauksson GÞH 21 F 61 56 117 46 117 117 234 92

Kvennaflokkur: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Bryndís Laila Ingvarsdóttir GÞH 9 F 48 44 92 21 84 92 176 34
2 Guðmundína A Kolbeinsdóttir GÞH 28 F 63 65 128 57 127 128 255 113
3 Sigurrós Kristinsdóttir GÞH 28 F 74 60 134 63 138 134 272 130
4 Sigrún Þórarinsdóttir GÞH 28 F 81 84 165 94 172 165 337