Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 16:50

Gísli Sveinbergsson og Ragnhildur Kristinsdóttir taka þátt í Junior Open Championship – staðan eftir 2. dag

Í gær hófst á Fairhaven golfvellinum í Lancashire í Englandi (sama skíri og Opna breska er haldið á nú í vikunni) eitt sterkasta unglingamót heims, Junior Open Championship.  Til þess að komast á heimasíðu hins stórglæsilega Fairhaven golfklúbbs  SMELLIÐ HÉR: 

Mótið er haldið 2. hvert ár og núverandi meistari frá árinu 2010 er Japaninn Kenta Konishi. Árið 2010 voru keppendur frá 77 þjóðríkjum og í ár er fjöldinn svipaður en  122 unglingar þátt.

Af Íslands hálfu taka þátt Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Á 2. mótsdegi er Gísli búinn að spila á samtals 166 höggum (84 82) og er langt frá sínu besta. Hann deilir 87. sætinu í mótinu ásamt rússneskum kylfingi.

Ragnhildur lék hringi sína tvo á samtals 151 höggi (78 73) og deilir sem stendur 61. sæti með 3 öðrum kylfingum.

Golf 1 óskar Gísla og Ragnhildi góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Junior Open Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: