GÁ: Sigrún og Victor Rafn klúbbmeistarar Golfklúbbs Álftaness 2012
Um 37 manns voru skráðir í Meistaramót Golfklúbbs Álftaness, sem fram fór dagana 19.-21. júlí s.l. Það voru 33 sem luku keppni. Victor Rafn Viktorsson varð klúbbmeistari GÁ 2012 í karlaflokki. Hann spilaði hringina 3 á samtals 204 höggum (69 66 69) og átti þó nokkur högg á Árna Knút Þórólfsson, sem varð í 2. sæti. Í kvennaflokki varð klúbbmeistari GÁ 2012: Sigrún Sigurðardóttir, en hún spilaði á samtals 261 höggum (93 76 92). Hún átti 12 högg á Lindu Einarsdóttur, sem varð í 2. sæti. Úrslit í Meistarmóti GÁ 2012: 1. flokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Lesa meira
Bandaríkin sigruðu Evian Masters Junior Cup
Lið Bandaríkjanna sigraði á Evian Masters Juniors Cup 2012 s.l. sunnudag, en þetta er í 6. sinn sem mótið er haldið og er undanfari Evian Masters styrkt af Société Générale, en mótið verður á næsta ári 5. risamótið í kvennagolfinu. The Evian Masters Juniors Cup er einskonar heimsbikarsmót fyrir bestu kylfinga undir 14 ára aldri. Góð frammistaða bandaríska liðsins kom þeim í sigursæti á undan liði Spánar, sem átti titil að verja frá því í fyrra 2011, en liðið hefir alls sigraði 2 mót af þeim 6 sem haldin hafa verið. Mótið fór að þessu sinni fra 21.-22. júlí og voru keppendur frá 10 þjóðlöndum þ.á.m. Bandaríkjunum, Japan, Kína, Indlandi Lesa meira
NK: Í dag fer fram styrktarmót fyrir Ólaf Björn Loftsson á Nesvelli
Í dag, þriðjudaginn 24. júlí fer fram styrktarmót á Nesvellinum fyrir Ólaf Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Í auglýsingu fyrir mótið segir: „Leynt og ljóst hafa draumar Ólafs Björns Loftssonar undanfarin ár legið í átt að atvinnumennsku. Eftir farsælan áhugamannaferil bæði á námsárum sínum í Bandaríkjunum sem og hér heima þar sem hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik árið 2009, hefur Ólafur ákveðið að stíga næsta skref og gerast atvinnumaður í golfi í næsta mánuði. Stefnan er sett á úrtökumótin fyrir evrópsku og/eða bandarísku mótaröðina í haust og miðast æfingar Ólafs og áætlanir við það að vera sem best undirbúinn þegar þau mót hefjast. Mótið mun hefjast klukkan 08:00 og verður Lesa meira
Asíutúrinn: 13 kylfingar frá Asíu meðal topp-200 á heimslistanum
K.J. Choi frá Norður-Kóreu er efstur af þeim 13 kylfingum frá Asíu sem eru meðal topp-200 á heimslistanum þó Anirban Lahiri frá Indlandi hafi færst nær topp-200 eftir góða frammistöðu á fyrsta Opna breska móti sínu á sunnudag. K.J, sem varð í 39. sæti á Opna breska er sem stendur í 36. sæti á heimslistanum og sá sem næstur honum kemur er þrefaldur sigurvegari á Asíutúrnum Bae Sang-moon, en hann er í 42. sæti. Vijay Singh frá Fiji, sem er heiðursfélagi Asíutúrsins, færðist upp um 78 sæti vegna T-9 árangurs á Opna breska meðan Y.E. Yang frá Suður-Kóreu datt niður í 82. sætið. Tvöfaldur sigurvegari á Asíutúrnum Jeev Milkha Singh frá Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (1. grein af 7)
Þetta er svo sannarlega vika Ernie Els og því verður meistari Opna breska 2012 kynntur næstu 7 daga. Jafnvel hörðustu aðdáendur Ernie kynnu að finna eitthvað nýtt um átrúnaðargoðið. Vissuð þið t.d. að Ernie heitir fullu nafni Theodore Ernest Els og að skammstöfunin fyrir það er TEE eða teigur/tí á ensku? Maðurinn virðist ekki bara fæddur heldur líka skírður til þess að spila golf!!! Hvað fæðingardaginn varðar þá er Ernie fæddur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku 17. október 1969 og verður því 43 ára í haust. Uppnefni hann er „The Big Easy“ vegna þess hversu hár hann er 1,91 metrar (6 fet og 3 tommur) og vegna afslappaðrar, mjúku golfsveiflu sinnar, Lesa meira
Baldvin Vigfússon safnar áheitum fyrir Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar – spilar 21 hring á 2 vikum
Dagana 28. júlí – 9. ágúst n.k. mun Baldvin Vigfússon spila 21 golfhring í kringum landið. Þetta gera 198 holur, 50232 metra og 3000 km akstur. Baldvin er að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar. Sjóðnum er ætlað að styðja við bakið á skapandi verkefnum ungmenna sem eru í meðferð á meðferðarheimilum unglinga á hverjum tíma – verkefnum sem unglingarnir sjálfir fá hugmynd að, útfæra og sækja um framlag. Fylgjast má með Baldvin á Facebook undir 21 hringur Áheitum verður safnað á reikning: 549-14-401-550 Kt.: 270783-4149
GEY: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson og Arndís Tómasdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Geysis 2012
Fimmtudaginn og föstudaginn í sl. viku þ.e. 19. og 20. júlí fór fram Meistaramót Golfklúbbsins Geysis í Haukadal. Þátttakendur í ár voru 18 talsins, sem verður að teljast nokkuð gott hlutfall eða rúmur helmingur félagsmanna. Leiknar voru 2 x 18 holur í öllum flokkum utan strákaflokki 15 ára og yngri þar sem leiknar voru 2 x 9 holur. Klúbbmeistari GEY 2012 er Sigursteinn Ingvar Rúnarsson. Hann spilaði hringina tvo á samtals 170 höggum (79 91) og átti 2 högg á Pálma Hlöðversson, GEY, sem varð í 2. sæti. Í kvennaflokki var aðeins 1 keppandi Arndís Tómasdóttir, GOS og er hún því klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbi Geysis 2012 á samtals 204 yfir Lesa meira
Á að banna langa púttera eins og Ernie notar?
Ernie Els, sigurvegari á Opna breska 2012, er meðal fjölmargra kylfinga sem notar langa púttera eða magapúttera. Aðrir sem nota þá eru m.a.: Keegan Bradley, Brendan Steele, Jim Furyk og Adam Scott. Eftir sigurinn á Opna breska, sem að stórum hluta er pútternum langa að þakka, hefir umræðan um löngu pútterana vaknað að nýju og hefir Peter Dawson, framkvæmdastjóri R&A krafitst þess að gripið verði til ÁKVEÐINNA AÐGERÐA til þess að binda enda á deilurnar. Hér áður fyrr voru einkum öldungar sem notuðu langa púttera en þeir hafa sífellt orðið vinsælli, m.a. meðal leikmanna PGA Tour. Þessi þróun hefir pirrað marga af betri kylfingunum m.a. Tiger Woods og Pádraig Harrington. Reyndar trúir Harrington því Lesa meira
Viðtalið: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari stúlkna í höggleik 2012!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, er meðal okkar alglæsilegustu kylfinga. Öll umfjöllun um hana gleymist næstum því stundum, svo sjálfgefinn hlutur er það að hún sigri í móti. T.d. nú um helgina þegar hún varð 6. árið í röð Íslandsmeistari í höggleik unglinga. Það er frábær árangur!!!! En ekki bara það. Nú á árinu er Guðrún Brá búin að bæta tvenn vallarmet af bláum. Hún á vallarmetið af bláum á Garðavelli á Akranesi, glæsileg 66 högg, sem er besta skor á ferli Guðrúnar Brá og nú 69 á erfiðum Kiðjabergsvellinum, sem er ekkert minna en stórkostlegur árangur!!! En Guðrún Brá er ekki bara að standa sig vel á Unglingamótaröð Arion Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Craig Barlow – 23. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Craig Barlow. Craig Alan Barlow fæddist 23. júlí 1972 í Henderson, Nevada í Bandaríkjunum og og á því 40 ára stórafmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995. Hann hefir spilað bæði á PGA Tour og Nationwide Tour frá árinu 1998 og spilar á síðarnefndu mótaröðinni, sem stendur. Hann er m.a. frændi Brandon Flowers sem er aðalsöngvari hljómsveitarinnar The Killers. Sjá má fremur vinsæl lög með The Killers: „Mr. Brightside“ með því að SMELLA HÉR: „Somebody told me“ með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (39 ára); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 Lesa meira










