Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2012 | 07:00

Asíutúrinn: 13 kylfingar frá Asíu meðal topp-200 á heimslistanum

K.J. Choi frá Norður-Kóreu er efstur af þeim 13 kylfingum frá Asíu sem eru meðal topp-200 á heimslistanum þó Anirban Lahiri frá Indlandi hafi færst nær topp-200 eftir góða frammistöðu á fyrsta Opna breska móti sínu á sunnudag.

K.J, sem varð í 39. sæti á Opna breska er sem stendur í 36. sæti á heimslistanum og sá sem næstur honum kemur er þrefaldur sigurvegari á Asíutúrnum
Bae Sang-moon, en hann er í 42. sæti.

Vijay Singh frá Fiji, sem er heiðursfélagi Asíutúrsins, færðist upp um 78 sæti vegna T-9 árangurs á Opna breska meðan Y.E. Yang frá Suður-Kóreu datt niður í 82. sætið.

Tvöfaldur sigurvegari á Asíutúrnum Jeev Milkha Singh frá Indlandi, sigurvegari the Scottish Open fyrir 2 vikum, er í 86. sæti og stefnir á að vera kominn meðal 50 efstu í lok árs.

Kóreanski ungkylfingurinn Noh Seung-yul, sem var efstur á stigalista Asítúrsins 2010  er í 103. sæti, meðan thaílenska stjarnan Thongchai Jaidee  er í 108. sæti.

Lahiri, sem varð í 31. sæti á Opna breska og stóð sig best af kylfingum frá Asíu á 3. risamóti ársins, geystist fyrir vikið upp heimslistann í 207. sætið.

Aðrir í topp-200 eru: Thaworn Wiratchant frá Thaílandi (133. sæti ), Suður-Afríkumaðurinn Jbe Kruger (141. sæti), Tetsuji Hiratsuka frá Japan (153. sæti), Juvic Pagunsan frá Filipseyjum  (154. sæti), Bangladeshi Siddikur (175. sti ) og Kiradech Aphibarnrat (179. sæti).

Heimild: Asíutúrinn