Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2012 | 12:45

Afmæliskylfingur dagsins: Craig Barlow – 23. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Craig Barlow. Craig Alan Barlow fæddist  23. júlí 1972 í Henderson, Nevada í Bandaríkjunum og og á því 40 ára stórafmæli í dag!  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995. Hann hefir spilað bæði á PGA Tour og Nationwide Tour frá árinu 1998 og spilar á síðarnefndu mótaröðinni, sem stendur. Hann er m.a. frændi Brandon Flowers sem er aðalsöngvari hljómsveitarinnar The Killers.  Sjá má fremur vinsæl lög með The Killers: „Mr. Brightside“  með því að SMELLA HÉR:    „Somebody told me“ með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (39 ára);  Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (32 ára);  Harris English, 23. júlí 1989  (23 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is