Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2012 | 09:00

Bandaríkin sigruðu Evian Masters Junior Cup

Lið Bandaríkjanna sigraði á Evian Masters Juniors Cup 2012 s.l. sunnudag, en þetta er í 6. sinn sem mótið er haldið og er undanfari  Evian Masters styrkt af Société Générale, en mótið verður á næsta ári 5. risamótið í kvennagolfinu.

The Evian Masters Juniors Cup er einskonar heimsbikarsmót fyrir bestu kylfinga undir 14 ára aldri. Góð frammistaða bandaríska liðsins kom þeim í sigursæti á undan liði Spánar, sem átti titil að verja frá því í fyrra 2011, en liðið hefir alls sigraði 2 mót af þeim 6 sem haldin hafa verið.

Mótið fór að þessu sinni fra 21.-22. júlí og voru keppendur frá 10 þjóðlöndum þ.á.m. Bandaríkjunum, Japan, Kína, Indlandi og Mexíkó. Í hverju liði eru 2 stelpur og 2 strákar.

Spánn gaf tóninn með því að vera í forystu eftir 1. dag á 213 höggum, á undan liðum Bandaríkjanna og Frakklands. En Bandaríkin voru fljót að svara fyrir sig, sérstaklega með góðri frammistöðu stelpnanna Mika Liu og Sierra Brooks. Sigurskor Bandaríkjanna var upp á 436 og átti liðið 5 högg á Spán, en „heimaliðið“ Frakkland varð í 3. sæti.

Í einstaklingskeppninni sigraði Jorge Villar frá Mexíkó á 146 höggum og 2. var franski kylfingurinn Jeong Weon Ko.

The Evian Masters Juniors Cup gefur góða mynd af framtíðar atvinnumönnum í golfi og enn eitt árið í röð bar mótið vitni hæfileikum ungmennanna,  fair play og samkeppnis- og liðsanda þeirra.

Meðal þátttakenda í ár var 16 ára atvinnukylfingurinn Xiyu Lin, sem keppti í the Evian Masters Juniors Cup árið 2009.

Spurningin er bara: Af hverju eigum við Íslendingar ekki þátttakendur í þessu sterka unglingamóti?

Heimild: LET