Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2012 | 16:45

Á að banna langa púttera eins og Ernie notar?

Ernie Els, sigurvegari á Opna breska 2012, er meðal fjölmargra kylfinga sem notar langa púttera eða magapúttera. Aðrir sem nota þá eru m.a.: Keegan Bradley, Brendan Steele, Jim Furyk og  Adam Scott.

Eftir sigurinn á Opna breska, sem að stórum hluta er pútternum langa að þakka, hefir umræðan um löngu pútterana vaknað að nýju og hefir Peter Dawson, framkvæmdastjóri R&A krafitst þess að  gripið verði til  ÁKVEÐINNA AÐGERÐA   til þess að binda enda á deilurnar.

Hér áður fyrr voru einkum öldungar sem notuðu langa púttera en þeir hafa sífellt orðið vinsælli, m.a. meðal leikmanna PGA Tour.  Þessi þróun hefir pirrað marga af betri kylfingunum m.a. Tiger Woods og Pádraig Harrington.

Reyndar trúir Harrington því eftirlitsstofnunum á borð við R&A sé að kenna hvernig komið sé, en um löngu pútterana hafði hann eftirafarandi að segja:

„Ef einhver myndi uppgötva löngu pútterana á morgun yrðu þeir ekki taldir lögmætir. Ég hugsa að við værum öll sammála um það. Eina ástæðan að hann slapp í gegn var að fólk, sem komið var að lokum keppnisferils síns fyrir 20 árum, var að nota hann. Fólk var umburðarlynt og vildi ekki segja við Bernhard Langer að hann gæti ekki notað slíkan pútter.“

Golf 1 hefir áður fjallað um skoðanir Tiger á löngum pútterum, en hann er alfarið á móti þeim eins og sjá má með því að SMELLA HÉR: