Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2012 | 19:15

Baldvin Vigfússon safnar áheitum fyrir Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar – spilar 21 hring á 2 vikum

Dagana 28. júlí – 9. ágúst n.k. mun Baldvin Vigfússon spila 21 golfhring í kringum landið.

Þetta gera 198 holur, 50232 metra og 3000 km akstur.

Baldvin er að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar.

Sjóðnum er ætlað að styðja við bakið á skapandi verkefnum ungmenna sem eru í meðferð á meðferðarheimilum unglinga á hverjum tíma – verkefnum sem unglingarnir sjálfir fá hugmynd að, útfæra og sækja um framlag.

Fylgjast má með Baldvin á Facebook undir 21 hringur

Áheitum verður safnað á reikning: 549-14-401-550

Kt.: 270783-4149