GO: Tvö góð mót á Urriðavelli – Tag Heuer/ Wilson Staff Open á morgun og Lífróður Samhjálpar-mótið nú á laugardaginn 28. júlí
Eftirfarandi fréttatilkynning barst Golf 1: „Urriðavöllur hefur sjaldan eða aldrei verið í eins góðu ástandi og við viljum hvetja kylfinga til að taka þátt í tveimur mótum GO, sem framundan eru. MÓT NR. 1: Fimmtudaginn 26. júlí er Tag Heuer/Wilson Staff Open á Urriðavelli. Ræst út af öllum teigum kl. 13:00. Mæting klukkan 12:00. Keppt er í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Verðlaun eru eftirfarandi í hvorum flokki. 1. sæti – 40.000 kr. vöruúttekt í Leonard. 2. sæti – 30.000 kr. vöruúttekt í Leonard. 3. sæti – 20.000 kr. vöruúttekt í Leonard. Nándarverðlaun: Næstur holu á 4. og 15. braut. Næstur miðju á 10. braut. MÓT NR. 2: Laugardaginn Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun! – Anna Sólveig: „Erfitt að segja til um sigurvegara í kvennaflokki!“
Á morgun hefst Íslandsmótið í höggleik á Strandarvelli hjá GHR. Biðlistar hafa myndast inn í mótið, en meðal keppenda eru 27 í kvennaflokki og 123 í karlaflokki, alls 150 þátttakendur. Ein þeirra, sem tekur þátt, er Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Golf 1 lagði nokkrar spurningar fyrir Önnu Sólveigu: Golf 1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig? Anna Sólveig: Bara mjög vel, þetta verður mjög skemmtilegt og spennandi. Golf 1: Hvernig finnst þér Strandarvöllur? Anna Sólveig: Hann er í mjög góðu standi. Mér finnst hann frekar erfiður en mjög skemmtilegur. Golf 1: Hvaða líkur telur þú á að Keiliskona standi uppi sem sigurvegari í kvennaflokki og hver telur þú að Lesa meira
GO: Laufey fann fyrsta golfboltann í golfboltaleik í tilefni 50 ára afmælis Hótel Sögu!
Fyrsti golfboltinn í golfboltaleik í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu er fundinn. Það var Laufey Sigurðardóttir, GO, sem fann golfbolta merktan Hótel Sögu á par-5, 5. braut Urriðavallar. Laufey sagði svo frá fundinum: „Þetta var reyndar frekar skemmtilegt. Ég var að spila í vinkvennamóti á Urriðavelli hjá GO og boltinn minn átti að vera við runna, en hann vildi ekki láta sjá sig. Ég kíki inn í runnann og finn þar einn bolta. Svo segja stelpurnar, sem voru að spila með mér að ef ég finndi Hótel Sögu bolta þá yrði ég að deila honum með þeim! Augnabliki síðar finn ég annan bolta og viti menn… það var Lesa meira
GF: Guðlaugur Guðlaugsson og Guðrún Garðars klúbbmeistarar Golfklúbbs Flúða 2012
Meistaramót Golfklúbbs Flúða (GF) fór fram dagana 14. og 15. júlí 2012 og voru þátttakendur 64. Keppt var í 9 flokkum. Það eru Guðlaugur Guðlaugsson, GF og Guðrún Garðars,GR sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Flúða 2012. Guðlaugur lék á samtals 173 höggum (88 85) og átti 2 högg á hinn sem spilaði í 1. flokki karla Eið Ísak Broddason, sem varð í 2. sæti. Guðrún Garðars varð klúbbmeistari í kvennaflokki. Hún spilaði á samtals 26 yfir pari, 166 höggum (83 83) og átti 8 högg á þá sem varð í 2. sæti Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK. Helstu úrslit á Meistaramóti Golfklúbbs Flúða 2012 eru eftirfarandi: 1. flokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik hefst á fimmtudag – Kristján Þór: „Verður gott mót fyrir Keili“
Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hellu á 60. afmælisári klúbbsins, dagana 26.-29. júlí n.k. Allir bestu kylfingar landsins eru skráðir til leiks í Íslandsmótið í ár og er mikil eftirvænting fyrir mótinu, sem er það stærsta, sem fram fer hér á landi á ári hverju. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr GR, eiga titil að verja í mótinu í ár. Þetta er í fjórða sinn sem Íslandsmótið fer fram á Strandarvelli. Mótið fór fram árin 1991, 1995 og 2002 á Strandarvelli. Úlfar Jónson, GK og Karen Sævarsdóttir, GS sigruðu á Hellu árið 1991, Björgvin Sigurbergsson, GK og Karen Sævarsdóttir, GS, léku best árið 1995 og árið Lesa meira
GÞ: Sigríður og Ingvar eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Þorlákshafnar 2012
Meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar fór fram snemma í ár eða dagana 27.-30. júní 2012. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Þorlákshafnar 2012 eru þau Ingvar Jónsson og Sigríður Ingvarsdóttir. Ingvar Jónsson, klúbbmeistari GÞ 2012 spilaði hringina 4 á samtals 310 höggum (76 73 79 82) og átti 10 högg á þann sem varð í 2. sæti Sigurbjörn Grétar Ragnarsson. Sigríður Ingvarsdóttir, klúbbmeistari GÞ í kvennaflokki var eina konan, sem keppti í Meistaramóti Þorlákshafnar, að þessu sinni. Hún spilaði á samtals 316 höggum (98 109 109). Úrslit á Meistaramóti GÞ 2012 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur 1 Ingvar Lesa meira
GBO: Elías og Valdís eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Bolungarvíkur 2012
Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur fór fram á Syðridalsvelli, dagana 16. – 20. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 21. Spilaðir voru 3 hringir í 1. flokki karla en 2 hringir eða 36 holur í 2. flokki karla, kvennaflokki og flokki 50+ karla. Klúbbmeistarar GBO 2012 eru þau Elías Jónsson og Valdís Hrólfsdóttir. Elías Jónsson klúbbmeistari GBO 2012 spilaði hringina 3 á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (75 74 72) og átti 8 högg á Runólf Kristinn Pétursson, sem varð í 2. sæti. Í kvennaflokki varð Valdís Hrólfsdóttir klúbbmeistari á 203 höggum (106 97) og átti aðeins 2 högg á þá sem varð í 2. sæti Daðey Steinunni Einarsdóttur. Í 2. flokki Lesa meira
Sergio Garcia og Dustin Johnson auglýsa Ólympíugolf 2016 á Thames – myndskeið
Kylfingarnir Sergio Garcia, frá Spáni og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson vöktu athygli fólks á því að golf er keppnisgrein á Olympíuleikinum með því að vera úti á miðri Thamesá og slá golfboltum á fljótandi flöt. Sergio Garcia vann keppnina milli þeirra tveggja en 3 af 5 boltum hans lentu á flötinni. Golf var keppnisgrein á Ólympíuleikunum í síðasta skipti árið 1904 í St. Louis og Garcia upplýsti að sig myndi mikið langa til að spila á þeim það væri markmið hans eftir 4 ár. Það var einkum vegna áróðurs kylfinga á borð við Jack Nicklaus, Anniku Sörenstam og Colin Montgomerie sem ákveðið var að golf yrði keppnisgrein að nýju árið 2016. Lesa meira
Peter Dawson framkvæmdastjóri R&A styður val Romero á Tevez sem kylfusvein
Það er hlutverk Royal&Ancient (R&A) að standa vörð um arfleifð golfíþróttarinnar og hefðir. Því var búist við að mörgum myndi mislíka það að knattspyrnumaðurinn Carlos Tevez væri kaddý hjá Andres Romero, en Argentínumaðurinn komst í gegnum niðurskurð á Opna breska. Og margir urðu til þess að gagnrýna kaddýhæfileika Tevez og fannst hann ekkert erindi eiga á eitt helsta mót í golfheiminum, s.s. t.d. Jim McArthur, formaður stjórnar R&A. Einn er hins vegar sá sem varið hefir val Romero á framherja Manchester City, Carlos Tevez , en það er framkvæmdastjóri R&A, Peter Dawson. Hann horfir þar e.t.v. til þess mikla fjölda fólks sem fylgdi þeim Romero og Tevez um Royal Lytham & Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jordi Garcia de Moral – 24. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jordi Garcia. Jordi fæddist í Castellón de la Plana, á Spáni 24. júlí 1985 og því 27 ára í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára í Club de Golf Costa de Azahar og var þar í þjálfun hjá Sam Amancio, þar til hann var 16 ára. Á þeim árum var hann í grunnskólanum Nuestra Sra. de la Consolación allt til 16 ára aldurs en þá fékk Jordi skólastyrk í gegnum spænska golfsambandið til að stunda námi við „Blume“ í Madríd næstu 2 árin. Eftir það fékk hann 100% golfskólastyrk við háskólann í Oklahoma, en af margvíslegum ástæðum var hann aðeins 1 ár í þeim skóla. Allt Lesa meira








