Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 07:15

GKG: Agnar Már Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri GKG

Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Agnar tekur við starfinu af Valgeiri Tómassyni sem tók við starfinu tímabundið eftir fráfall þáverandi framkvæmdastjóra Ólafs E. Ólafssonar. Valgeir heldur nú utan til áframhaldandi náms. Agnar hefur unnið við ýmis stjórnunarstörf í gegnum árin, var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum hann var forstjóri Opinna kerfa og starfandi stjórnarformaður hjá Exton ehf. Þá hefur Agnar gegnt framkvæmdastjórastöðu PGA á Íslandi undanfarin fjögur ár og setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Agnar lauk BS prófi í tölvunarfræðum frá HÍ 1994. Hann er giftur Soffíu Dóru Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn Eiríku Steinunni 19 ára, Sigurð Andra 13 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 23:00

Íslandsmótið í höggleik – Myndasería frá 1. degi

Þá er 1. dagur Íslandsmótsins í höggleik að kvöldi kominn og spennandi 2. dagur framundan á morgun. Það eru þau Rúnar Arnórsson, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem leiða eftir 1. dag. En forysta beggja er naum aðeins 1 högg skilur bæði og þau sem næst koma í báðum flokkum. Í karlaflokki deila Andri Már Óskarsson, GHR og Haraldur Franklín Magnús, GR 2. sætið. Og í kvennaflokki eru það þær Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR, sem deila 2. sætinu. Golf 1 tók nokkrar myndir á 1. degi Íslandsmótsins í höggleik, sem sjá má með því að  SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 22:30

Íslandsmótið í höggleik – Rúnar Arnórsson um 1. hringinn: „Þetta gekk fínt og hnökralaust“

Rúnar Arnórsson, GK, leiðir eftir 1. hring Íslandsmótsins í höggleik, lék í dag á 66 höggum.  Rúnar fékk 5 fugla og 1 skolla á hringum.  Golf 1 tók örstutt viðtal við forystumann 1. dags: Golf 1: Til hamingju Rúnar, með daginn í dag!!! Rúnar: Takk fyrir, 1/4 hluti mótsins búinn. Golf 1: Hvernig er tilfinningin eftir hringinn í dag? Rúnar: Hún er mjög góð. Þetta gekk fínt og hnökralaust fyrir sig. Ég var í engu veseni og ef það kom upp tók ég á því eins og hverju öðru verkefni. Golf 1: Hvernig fannst þér Strandarvöllur í dag? Rúnar: Hann hefur tekið miklum framförum. Ég spilaði völlinn síðast fyrir 10 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 21:25

Íslandsmótið í höggleik: Valdís Þóra efst eftir 1. dag

Það er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem leiðir eftir 1. dag í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik. Hún spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 71 höggi.   Valdís fékk 5 skolla og 4 fugla á hringnum. Fuglarnir komu á 2., 3., 5. og 10. braut en skollarnir á 1., 6., 8., 14. og 17. braut). Það eru þær Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR sem deila 2. sæti á 2 yfir pari, 72 höggum. Baráttan í kvennaflokki er mjög hörð því aðeins 2 höggum á eftir forystunni, á 3 yfir pari, 73 höggum eru sterkir kylfingar á borð við Tinnu Jóhannsdóttur, GK og Sunnu Víðisdóttur, GR.  Signý Arnórsdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 20:30

Íslandsmótið í höggleik: Rúnar Arnórsson leiðir eftir 1. dag á 66 glæsihöggum!!!

Það er Rúnar Arnórsson, GK, sem leiðir eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik. Rúnar spilaði frábært golf í dag, kom í hús á 4 undir pari, 66 höggum og er á besta skorinu í dag. Rúnar fékk 5 fugla (á 2., 7., 10., 12. og 15. braut) og 1 skolla á par-4 14. brautina, sem jafnframt er erfiðasta braut vallarins. Á hæla Rúnars eru  „heimamaðurinn“ Andri Már Óskarsson, GHR og Haraldur Franklín Magnús, GR en báðir spiluðu þeir á 3 undir pari, 67 höggum. Fjórir kylfingar deila síðan 4. sætinu á í karlaflokki, á 2 undir pari, 68 höggum, þeir Stefán Már Stefánsson  og Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Alfreð Brynjar Kristinsson og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 19:45

Íslandsmótið í höggleik – Óskar Pálsson: „GHR – þetta er samheldinn hörkuklúbbur“

Íslandsmótið í höggleik hófst í dag á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu, sem fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Golf 1 tók örstutt viðtal við Óskar Pálsson, formann GHR: Golf 1: Nú verður að telja mikið þrekvirki fyrir lítinn klúbb sem telur 138 félagsmenn að standa fyrir einu stærsta móti ársins á Íslandi, Íslandsmótinu í höggleik – hvernig farið þið að þessu?  Óskar:  Klúbburinn gerir þetta –  þetta er bara samheldinn hörkuklúbbur, sem hefir á að skipa frábærum félagsmönnum. Ég varð samt feginn þegar þetta hófst allt saman í morgun, þá var engu sem hægt var að bæta við. Golf1: Hafið þið aðstöðu til þess að taka á móti miklum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 19:00

Aron Snær, Egill Ragnar, Gunnhildur og Sara Margrét keppa á European Young Masters í Ungverjalandi

Í dag hófst í Balatonudvar Royal Balaton Golf and Yacht Club í Ungverjalandi, European Young Masters. Mótið stendur dagana 26.-28. júlí 2012. Fyrir Íslands hönd keppa þau Aron Snær Júlíusson, GKG, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Liðsstjóri er Ragnar Ólafsson. Aron Snær lék best íslensku þátttakendanna í dag var á 79 höggum og deilir 30. sætinu; Egill Ragnar spilaði á 84 höggum og deilir 41. sætinu. Þátttakendur í drengjaflokki eru 54. Sara Margrét spilaði á 83 höggum og deilir 31. sætinu  og Gunnhildur á 94 höggum og er í 51. sæti.  Keppendur í telpnaflokki eru 52. Reyndar er rangt að tala um drengja- og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Arason – 26. júlí 2012

Það er Guðmundur Arason sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðmundur fæddist í Reykjavík, 26. júlí 1956 og er því 56 ára í dag! Guðmundur er í Golfklúbbi Öndverðarness og hefir verið duglegur að lækka forgjöf sína í sumar, en forgjöfin sem var 9,1 í upphafi árs er komin niður í 7,7.  Golf 1 tók nýlega viðtal við afmæliskylfinginn, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Hannah Jun, 26. júlí 1985 (27 ára);  Pedro Oriol, 26. júlí 1986 (26 ára); Andreas Hartø, 26. júlí 1988 (24 ára) …… og …… Sigridur Rosa Bjarnadottir Hulda Soffía Hermanns, GK (45 ára) Sirrý Arnardóttir, GR (47 ára) Karitas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 11:30

Evróputúrinn: Olesen í forystu á Lyoness Open

Danski kylfingurinn frábæri Thorbjörn Olesen, sem varð T-9 á Opna breska nú um helgina er í forystu á Lyoness Open mótinu, en mótið hófst í gær í Atzenbrügg í Austurríki og er hluti af evrópsku mótaröðinni.  Mótið stendur dagana 25.-28. júlí.  Olesen er á samtals 12 undir pari, en hann kom í hús á 4 undir pari, 68 höggum í dag og 8 undir pari, 64 glæsihöggum, í gær. Olesen deildi forystunni í gær með Spánverjanum Pablo Larrazabal, sem líka kom í hús á 64 höggum, en á rástíma eftir hádegi í dag, líkt og margir aðrir.  Það er því of snemmt að segja hvort Olesen heldur 1. sætinu þegar Lesa meira