LPGA: Stacy Lewis leiðir enn þegar Evian Masters er hálfnað
Bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis heldur forystunni eftir 2. spilaðan hring Evian Masters. Lewis er búin að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (63 69) og á 1 höggs forskot á Ilhee Lee frá Suður-Kóreu (66 67). Inbee Park landa Lee og Paula Creamer deila 3. sætinu á samtals 9 undir pari 135 höggum þ.e. þær eru báðar 3 höggum á eftir Lewis. Mika Miyazato frá Japan er ein í 5. sæti á samtals 8 undir pari, 136 höggum. Þrjár deila síðan 6. sætinu: Beatriz Recari frá Spáni, Hyo Joo Kim og Hee Young Park frá Suður-Kóreu, en sú síðarnefnda var forystu mestallan 1. dag mótsins. Þær sem komust Lesa meira
Evróputúrinn: Olesen efstur fyrir lokahringinn á Lyoness Open
Það er ungi Daninn, Thorbjörn Olesen, sem leiðir fyrir lokahring Lyoness Open í Atzenbrügg í Austurríki. Olesen spilaði í dag á 68 höggum líkt og í gær. Samtals er hann búinn að spila á 200 höggum sléttum (64 68 68) allt hringir undir 70 og hann á 3 högg á þann sem er í 2. sæti Svíann Rikard Karlberg. „Ég sló boltann ekki eins vel og á fyrri 2 dögunum,“ sagði Olesen eftir hringinn, sem þegar er kominn á topp-100 á heimslistanum (er sem stendur í 99. sæti). „Ég átti góð tækifæri – ég hefði átt að nýta mér þau betur, en staðreyndin að ég er lítillega vonsvikinn með 68 Lesa meira
Lið Íslands í 22. sæti á European Young Masters eftir 2. dag
Íslenska liðið, skipað kylfingum 16 ára og yngri, er í 22. sæti á European Young Masters mótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Þau Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK leika fyrir Íslands hönd í mótinu. Aron Snær hefur leikið best hjá íslenska liðinu en hann hefur leikið báða hringina á 79 höggum. Hann er í 30. sæti meðal drengja sem þátt taka. Egill Ragnar hefur leikið á 83 og 86 höggum á fyrstu tveimur hringjunum. Sara Margrét hefur leikið á 83 og 82 höggum og Gunnhildur lék á 94 höggum í gær og 86 höggum í dag. 26 þjóðir taka Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Anna Sólveig og Valdís Þóra efstar hjá konunum
Anna Sólveig Snorradóttir úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL eru í efsta sæti í kvennaflokki þegar Íslandsmótið í höggleik á Hellu er hálfnað. Þær eru báðar samtals á 146 höggum eftir tvo hringi eða samtals 6 höggum yfir pari og eru 2 höggum á undan Eygló Myrru Óskarsdóttur úr GO, sem er í 3. sæti. Íslandsmeistarinn margfaldi, Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Sunna Víðisdóttir úr GR og Tinna Jóhannsdóttir úr GK koma jafnar í 4.-6. sæti á 149 höggum eða níu höggum yfir pari. Gera má ráð fyrir því að keppni hjá körlunum ljúki laust fyrir kl. 21 í kvöld. Efstu kylfingar í kvennaflokki: 1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Örn Guðmundsson – 27. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Örn Guðmundsson. Örn fæddist 27. júlí 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Örn er kvæntur Hafdísi Valdimarsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Örn Guðmundsson (60 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristján Gíslason Erla Björk Hjartardóttir (41 árs) Stefán Fannar Sigurjónsson (41 árs) Arnar Snær Jóhannsson (21 árs) Ólöf Jónsdóttir (42 ára) Golfklúbburinn Vestarr (17 ára)
Íslandsmótið í höggleik: Sunna Víðisdóttir og Eygló Myrra Óskarsdóttir efstar þegar 2. hringur er hálfnaður hjá konunum
Það eru Sunna Víðisdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, sem leiða á 4 yfir pari þegar 2. hringur er háfnaður hjá konunum. Sunna hefir aðeins fengið 1 skolla á fyrstu 9 og Eygló Myrra hefir spilað fyrri 9 á sléttu pari. Tinna Jóhanns, GK, sem var í forystu eftir 1/3 hluta mótsins þ.e. 6 holur átti slæman kafla fékk 4 skolla í röð frá 6.-9. holu og féll þar með úr forystunni. Valdís Þóra, GL, er því miður fuglalaus á fyrri 9, 2. hrings og er búin að fá 1 skolla og 2 skramba á þeim hluta; búin að spila fyrri 9 á 5 yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir er meðal Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Axel setti í fuglagírinn – fékk 7 fugla á 2. hring!
Axel Bóasson, GK, Íslandsmeistari í höggleik 2011, sem á titil að verja á Íslandsmótinu í ár átti fremur slappa byrjun í gær. Hann lék á 4 yfir pari, 74 höggum og var í 35. sæti af 123 keppendum í karlaflokki. Í dag var hins vegar nýr dagur. Allt annað upp á teningnum hjá Íslandsmeistaranum okkar sem fékk glæsilega 7 fugla á Strandarvelli í dag, þrátt fyrir að fremur vindasamt hafi verið í dag. Fuglar Axels komu á 1., 2., 5. 7., 9., 10. og 15. braut. Hann fékk líka 3 skolla (á 6., 8. og 11. braut) og því er skor hans í dag glæsiskor upp á 4 undir pari, Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Tinna Jóhanns efst eftir 6 holur 2. hrings í kvennaflokki
Tinna Jóhannsdóttir, GK, leiðir eftir að 1/3 hluti 2. hrings eða 6 holur hafa verið spilaðar á Strandarvelli. Tinna fékk m.a. frábæran fugl á flugbrautina þ.e. par-5 3. braut Strandarvallar, sem mörgum finnst erfið og jafnvel þeir bestu þakka fyrir að fá par á. Því miður fékk Tinna líka skolla á par-4 6. brautina, þannig að hún hefir lokið 6 holum á pari og er samtals á 3 yfir pari, sem stendur. Fjórar eru síðan á hæla Tinnu, en það eru Anna Sólveig Snorradóttir (GK); Eygló Myrra Óskarsdóttir (GO); Sunna Víðisdóttir (GR) og forystukona gærdagsins Valdís Þóra Jónsdóttir (GL). Valdís Þóra átti slaka byrjun í dag fékk því miður skramba Lesa meira
PGA: Scott Piercy leiðir eftir 1. dag RBC Canadian Open – Hápunktar og högg 1. dags
Það er Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy sem leiðir eftir 1. dag RBC Canadian Open, sem hófst í Hamilton G&CC í Ancaster, Ontario í gær. Hann skilaði glæsiskori, 8 undir pari, 62 höggum. Skorkortið var skrautlegt þar gaf m.a. að finna 1 skolla á 14. braut Hamilton golfvallarins, en líka 5 fugla og 2 erni. Með þessu jafnaði Piercy vallarmet sem Warren Sye setti á 3. hring Ontario Amateur 1991. „Í allri hreinskilni fannst mér ég ekki hafa nógu góða tilfinningu fyrir golfvellinum þegar ég tíaði upp á 1. holu í dag,“ sagði Piercy. „Ég flaug inn seint á þriðjudag, spilaði í pro-am mótinu, og flugþreyta háði mér, þannig að ég bara Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis leiðir eftir 1. dag Evian Masters
Það er bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem leiðir eftir 1. dag Evian Masters, en þetta verðandi 5. risamót kvennagolfsins hófst í Evian-les-Bains í gær. Hringurinn hjá Stacy var sérlega glæsilegur, en hún lék á 63 höggum, fékk 9 fugla og 9 pör – þ.e. „hreint skorkort“ hjá Stacy! Þar af var fékk hún 7 fugla í röð frá 5.-11. braut! Í 2. sæti er Hee Young Park frá Suður-Kóreu, sem leiddi mestallan gærdaginn á öðru glæsiskori 65 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir Park, er landa hennar, Ilhee Lee á 66 höggum og 4. sætinu deila þær Paula Creamer og Mika Miyazato. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Lesa meira








