Í dag hófst Evian Masters mótið í Frakklandi – Hee Young Park leiðir snemma dags
Í morgun hófst Evian Masters mótið í Evían-les-Bains, í Frakklandi. Búið er að samþykkja að mótið verði 5. risamót kvennagolfsins frá og með næsta ári. Snemma dags er það það Hee Young Park frá Suður-Kóreu, sem hefir forystuna, en margar eiga eftir að ljúka leik. Hee Young spilaði á 65 glæsihöggum – fékk 8 fugla og 1 skolla. Sérlega glæsilegt var spil hennar á 5.-9. holu, en þar fékk Park 5 fugla í röð! Til þess að fylgjast með gangi mála á Evian Masters SMELLIÐ HÉR:
Íslandsmótið í höggleik: Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ sló fyrsta höggið á 70. Íslandsmótinu í höggleik
Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ sló fyrsta höggið á 70. Íslandsmótinu í höggleik nú snemma í morgun og setti þar með mótið í 70. sinn. Golfsamband Íslands á 70 ára stórafmæli á árinu. Teighögg Jón Ásgeirs var fallegt og beint á braut og sneiddi framhjá háum og þykkum karganum, sem keppendum í mótinu hefir verið tíðrætt um. Þetta er mikið afmælisár því Golfklúbburinn á Hellu, sem sér um mótshaldið í ár, á einnig stórafmæli í ár – er 60 ára. Á Íslandsmótinu í höggleik eru 150 þátttakendur að þessu sinni, 123 karlar og 27 konur, sem ræst verða út til kl. 15:30 í dag og er búst við að þeir Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik – Birgir Leifur Hafþórsson: „Þolinmæði er lykillinn“
Á morgun hefst Íslandsmótið í höggleik á Strandarvelli á Hellu, en golfklúbburinn þar, GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á árinu. Meðal 123 þátttakenda í karlaflokki er fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik (1996, 2003, 2004 og 2010) Birgir Leifur Hafþórsson. Golf 1 tók eftirfarandi stutt viðtal við Birgi Leif: Golf1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig? Birgir Leifur: Bara vel. Golf 1: Er mótið og þá hvernig frábrugðið mótum á evrópsku mótaröðinni eða Áskorendamótaröðinni? Birgir Leifur: Þetta er ekki frábrugðið, þau eru eins bara aðeins öðruvísi aðstæður, annars er Íslandmótið í höggleik bara venjulegt golfmót í mínum augum.. Á evrópsku mótaröðinni er miklu stærri umgjörð en það má segja á Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik – Tinna Jóhannsdóttir: „Í ár verður áherslan á að halda boltanum í leik“
Á morgun hefst Íslandsmótið í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Meðal 150 bestu kylfinga landsins sem þátt taka eru 27 konur og ein þeirra er Tinna Jóhannsdóttir, Golfklúbbnum Keili. Tinna er klúbbmeistari kvenna í GK 2012, en Tinna er einmitt ein af fjölmörgum kylfingum klúbbsins sem hafa hampað Íslandsmeistaratitli í höggleik síðari ár, varð Íslandsmeistari í höggleik 2010. Golf 1 tók stutt viðtal við Tinnu: Golf 1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig? Tinna: Mjög vel. Golf 1: Hvernig finnst þér Strandarvöllur? Tinna: Hann er í frábæru standi og hann bíður upp á mikið. Golf 1: Hvernig er frábrugðið að keppa á Íslandsmóti í höggleik hér og á LET Lesa meira
Ernie Els býður Nelson Mandela að drekka úr Claret Jug
Þann 18. júlí s.l. var haldið upp á 94 ára afmæli Nelson Mandela. Suður-Afríkubúar héldu upp á þekktustu frelsishetju sína. Jafnvel á Opna breska var einn fréttamaður sem minnti alla leikmenn sem komu í fréttamannatjaldið að það væri afmæli Mandela. Svo elskaður er hann fyrir baráttu sína fyrir frelsi og jafnrétti. Árið 2010 sigraði Louis Oosthuizen á Opna breska á St. Andrews á afmælisdegi Mandela. Á pokanum hjá honum þá var hinn þeldökki, snjalli Zack Rasego, sem eflaust hefir átt stóran þátt í sigri Oosthuizen. Rasego ólst upp í örugustu fátækt undir Apartheid stjórninni og á þeim tíma hefði verið óhugsandi að hann væri að kaddýast fyrir Oosthuizen. Þegar Oosthuizen Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik – Axel Bóasson: „Ég ætla að spila mitt golf“
Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun á Strandarvelli hjá GHR, sem fagnar 60 ára afmæli á þessu ári. Allir bestu kylfingar landsins taka þátt, þ.á.m. Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, sem á titil að verja. Golf 1 tók stutt viðtal við Axel: Golf 1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig? Axel: Það leggst bara mjög vel mig. Ég hlakka til að takast á við mótið. Golf 1: Hvernig er frábrugðið að keppa hér á Íslandi á Íslandsmóti og á mótum í bandaríska háskólagolfinu – eða er einhver munur? Axel: Jú, það er munur. Vellirnir úti eru í öðrum klassa, en þar spilar veðrið inn í. Hitinn er meiri úti og aðstæður Lesa meira
GÁ: Sigrún og Victor Rafn eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Álftaness 2012
Golf 1 var áður búið að birta úrslitafrétt úr Meistaramóti Álftaness, en var þá ekki búið að fá meðfylgjandi myndir, sem Björn Sveinbjörnsson tók – annars vegar af verðlaunahöfum fyrir framan Haukshús og af klúbbmeistara GÁ 2012 Victor Rafni Viktorssyni. Um 37 manns voru skráðir í Meistaramót Golfklúbbs Álftaness, sem fram fór dagana 19.-21. júlí s.l. Það voru 33 sem luku keppni. Victor Rafn Viktorsson varð klúbbmeistari GÁ 2012 í karlaflokki. Hann spilaði hringina 3 á samtals 204 höggum (69 66 69) og átti þó nokkur högg á Árna Knút Þórólfsson, sem varð í 2. sæti. Í kvennaflokki varð klúbbmeistari GÁ 2012: Sigrún Sigurðardóttir, en hún spilaði á samtals 261 höggum (93 76 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er því 22 ára í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University 2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila til þess að spila á LPGA móti, the Wegmans LPGA. Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Stefán Már Stefánsson: „Þetta verður mikill slagur“
Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun á Strandarvelli á 60. afmælisári GHR Af því tilefni tók Golf1 eftirfarandi stutt viðtal við Stefán Má Stefánsson, GR, sem spilað hefir í allt ár á EPD-mótaröðinni þýsku, í Marokkó, Tyrklandi og nú undanfarið í Þýskalandi. Hann er einn 150 þátttakenda í mótinu. Golf 1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig? Stefán Már: Það leggst mjög vel í mig , ég hef verið að spila vel og það verður gaman að takast á við þetta mót. Golf 1: Hvernig er Íslandsmótið í höggleik frábrugðið mótum á EPD-mótaröðinni? Stefán Már: Það er í rauninni ekkert frabrugðið. Það er svipað, einum hring meira, en í rauninni Lesa meira
Komið og fylgist með Íslandsmótinu í höggleik 2012 dagana 26.-29. júlí á Strandarvelli, Hellu – Frír aðgangur og næg bílastæði!!!
Íslandsmótið í höggleik fer fram dagana 26.-29. júli og er þetta í 70. skipti sem keppt er um Íslandsmeistaratitil í golfi, en Golfsamband Íslands fagnar því einmitt í ár að 70 ár eru liðin frá því að sambandið var stofnað. Eins og áður er mótið hápunktur golfsumarisns og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Í ár fer Íslandsmótið í höggleik fram á Strandarvelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Golfklúbbur Hellu var stofnaður 22. júní 1952 og er því 60 ára á þessu ári. Aðalhvatamaður og stofnandi klúbbsins var Ásgeir Ólafsson og Helmut Stolzenwald á Hellu, en sonur hans Rúdolf Stolzenwald var fyrsti formaður golfklúbbsins. Íslandsmótið í Lesa meira










