Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 11:30

Evróputúrinn: Olesen í forystu á Lyoness Open

Danski kylfingurinn frábæri Thorbjörn Olesen, sem varð T-9 á Opna breska nú um helgina er í forystu á Lyoness Open mótinu, en mótið hófst í gær í Atzenbrügg í Austurríki og er hluti af evrópsku mótaröðinni.  Mótið stendur dagana 25.-28. júlí.  Olesen er á samtals 12 undir pari, en hann kom í hús á 4 undir pari, 68 höggum í dag og 8 undir pari, 64 glæsihöggum, í gær.

Olesen deildi forystunni í gær með Spánverjanum Pablo Larrazabal, sem líka kom í hús á 64 höggum, en á rástíma eftir hádegi í dag, líkt og margir aðrir.  Það er því of snemmt að segja hvort Olesen heldur 1. sætinu þegar mótið er hálfnað.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: