Valdís Þóra today on the 1st tee at the Icelandic Championship í Stroke Play at GHR´s Strandarvöllur. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 21:25

Íslandsmótið í höggleik: Valdís Þóra efst eftir 1. dag

Það er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem leiðir eftir 1. dag í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik.

Valdís Þóra slær 1. höggið á glæsihringnum á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Mynd: Golf 1.

Hún spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 71 höggi.   Valdís fékk 5 skolla og 4 fugla á hringnum. Fuglarnir komu á 2., 3., 5. og 10. braut en skollarnir á 1., 6., 8., 14. og 17. braut).

Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net

Það eru þær Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR sem deila 2. sæti á 2 yfir pari, 72 höggum.

Guðrún Pétursdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Baráttan í kvennaflokki er mjög hörð því aðeins 2 höggum á eftir forystunni, á 3 yfir pari, 73 höggum eru sterkir kylfingar á borð við Tinnu Jóhannsdóttur, GK og Sunnu Víðisdóttur, GR.  Signý Arnórsdóttir, GK og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO deila 6. sætinu á 4 yfir pari, 74 höggum

Sjá má stöðuna í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik þegar GSÍ kemur aftur inn með því að SMELLA HÉR: