Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Arason – 26. júlí 2012

Það er Guðmundur Arason sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðmundur fæddist í Reykjavík, 26. júlí 1956 og er því 56 ára í dag! Guðmundur er í Golfklúbbi Öndverðarness og hefir verið duglegur að lækka forgjöf sína í sumar, en forgjöfin sem var 9,1 í upphafi árs er komin niður í 7,7.  Golf 1 tók nýlega viðtal við afmæliskylfinginn, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Hannah Jun, 26. júlí 1985 (27 ára);  Pedro Oriol, 26. júlí 1986 (26 ára); Andreas Hartø, 26. júlí 1988 (24 ára) …… og ……

Hulda Soffía Hermanns, GK (45 ára)

Sirrý Arnardóttir, GR (47 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is