Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 20:30

Íslandsmótið í höggleik: Rúnar Arnórsson leiðir eftir 1. dag á 66 glæsihöggum!!!

Það er Rúnar Arnórsson, GK, sem leiðir eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik. Rúnar spilaði frábært golf í dag, kom í hús á 4 undir pari, 66 höggum og er á besta skorinu í dag. Rúnar fékk 5 fugla (á 2., 7., 10., 12. og 15. braut) og 1 skolla á par-4 14. brautina, sem jafnframt er erfiðasta braut vallarins.

Andri Már Óskarsson á 1. degi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli. Mynd: gsimyndir.net

Á hæla Rúnars eru  „heimamaðurinn“ Andri Már Óskarsson, GHR og Haraldur Franklín Magnús, GR en báðir spiluðu þeir á 3 undir pari, 67 höggum.

Haraldur Franklín Magnús, GR, fyrir miðju á 1. degi Íslandsmótsins í höggleik – Davíð Gunnlaugsson, GKJ t.v og Ólafur Björn Loftsson, NK  t.h. Mynd: gsimyndir.net

Fjórir kylfingar deila síðan 4. sætinu á í karlaflokki, á 2 undir pari, 68 höggum, þeir Stefán Már Stefánsson  og Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Alfreð Brynjar Kristinsson og Sigmundur Einar Másson, úr GKG.

Þrír kylfingar deila loks  8. sætinu þeir Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG, Kristinn Óskarsson, GS og Örlygur Helgi Grímsson, nýkrýndur klúbbmeistari GV.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: