Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 23:00

Íslandsmótið í höggleik – Myndasería frá 1. degi

Þá er 1. dagur Íslandsmótsins í höggleik að kvöldi kominn og spennandi 2. dagur framundan á morgun.

Það eru þau Rúnar Arnórsson, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem leiða eftir 1. dag. En forysta beggja er naum aðeins 1 högg skilur bæði og þau sem næst koma í báðum flokkum. Í karlaflokki deila Andri Már Óskarsson, GHR og Haraldur Franklín Magnús, GR 2. sætið. Og í kvennaflokki eru það þær Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR, sem deila 2. sætinu.

Golf 1 tók nokkrar myndir á 1. degi Íslandsmótsins í höggleik, sem sjá má með því að  SMELLA HÉR: