Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 15:53

Íslandsmótið í höggleik: Allt jafnt hjá Haraldi og Rúnari í hálfleik

Það er allt jafnt í einvíginu Haraldur – Rúnar í hálfleik  á Íslandsmótinu í höggleik. Haraldur hefir verið að spila frábært golf er á 1 undir pari eftir fyrri 9 og það sama er að segja um Rúnar sem búinn er að fá 2 fugla og 1 skolla það sem af er. Báðir eru enn á 6 undir pari. Ótrúlega spennandi keppni!!! Þórður Rafn Gissurarson, er enn 4  höggum á eftir forystunni á samtals 2 undir pari og virðist ekki ætla að gera sig líklegan til að blanda sér í toppbaráttuna. Af öðrum köppum sem eru neðar á skortöflunni er vert að geta Guðmundur Ágústar Kristjánssonar, GR,  sem aldeilis hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 15:30

Íslandsmótið í höggleik: Rúnar og Haraldur Franklín jafnir á 6 undir eftir 6 holur!

Rúnar Arnórsson, GK, er búinn að jafna metinn við Harald Franklín Magnús, þegar 6 holur hafa verið spilaðar.  Rúnar fékk fugl á par-5 5. holuna en Haraldur par.  Það er allt hnífjafnt og með hverri holu eykst spennan og þar með pressan á keppendur. Þórður Rafn Gissurarson, GR,  tapaði einni holu þ.e. fékk skolla á 4. holu frá síðustu stöðuuppfærslu Golf 1 og er nú samtals á 2 undir pari 4 höggum á eftir forystunni.  Þetta er því nánast einvígi milli Rúnars og Haraldar Franklín. Fylgjast má með stöðunni á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 15:22

LPGA: Inbee Park er sigurvegari Evian Masters 2012

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu, sem er sigurvegari Evian Masters mótsins, sem samþykkt hefir verið að verði risamót á næsta ári. Innbee lék á samtals 17 undir pari, samtals 271 höggi (71 64 70 66).  Hún hlaut að sigurlaunum $ 487.500,- (u.þ.b. 61 milljón íslenskra króna). Í 2. sæti voru þær Stacy Lewis frá Bandaríkjunum og Karrie Webb frá Ástralíu aðeins 1 höggi á eftir Park. Þær hlutu  $ 258.309,- (þ.e. 32,5 milljón). Til þess að sjá úrslitin á Evian Masters mótinu SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 14:50

Íslandsmótið í höggleik: Anna Sólveig leiðir þegar hringurinn er hálfnaður

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, leiðir þegar 9 holur hafa verið spilaðar á lokahring Íslandsmótsins í höggleik. Anna Sólveig er búin að fá 2 fugla og 1 skolla á fyrri 9 og er þ.a.l. á samtals 9 yfir  pari. Í 2. sæti er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en Valdís Þóra bætti stöðu sína aðeins með því að fá fugl á 7. braut og er því samtals á 10 yfir pari. Í 3. sæti er síðan Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem átti svartan kafla – fékk skolla bæði á 7. og 8. holu og spilaði fyrri 9 á samtals 37 höggum. Samtals er Tinna á 11 yfir pari, eftir 9 holur. Fylgjast má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 14:35

Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín leiðir eftir 3 holur – lokahollið farið út

Lokahollið á Íslandsmótinu í höggleik er farið út. Haraldur Franklín Magnús, GR hefir tekið forystu, þegar 1/6 hluti af lokahringnum á Íslandsmótinu í höggleik hefir verið spilaður.  Eftir að fyrstu 3 holurnar á lokahringnum á Íslandsmótinu í höggleik hafa verið spilaðar er Haraldur Franklín á 6 undir pari, fékk glæsifugl á flugbrautinni! Rúnar Arnórsson, GK er í 2. sæti fékk skolla á 2. braut og náði sér aftur á flugbrautinni þar sem hann fékk glæsifugl. Hann er á 5 undir pari. Þórður Rafn  Gissurarson er á 3 undir pari eftir 3 holur  og í 3. sæti. Fylgjast má með stöðunni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 13:45

Íslandsmótið í höggleik: Enn versnar staðan hjá Valdísi Þóru – Anna Sólveig og Tinna enn jafnar eftir 6 holur

Nú þegar 1/3 hluti lokahrings hefir verið leikinn á Íslandsmótinu í höggleik er enn allt í stáli milli klúbbfélaganna Önnu Sólveigar Snorradóttur, GK og Tinnu Jóhannsdóttur, GK, sem leiða sem stendur. Það er aðeins Anna Sólveig sem hefir bætt stöðu sína frá fyrri degi með flottum fugli á 3. braut.  Tinna heldur jöfnu fékk fugl á 1. og skolla á 2. braut. Því miður hefir bilið aðeins breikkað milli forystukvennanna og Valdísar Þóru Jónsdóttur, sem leiddi fyrir hringinn, því Valdís Þóra bætti við enn einum skollanum (á par-4 6. brautina) og er þeir þá orðnir 3 á fyrstu 6 holunum hjá henni. En eins og allir kylfingar þekkkja eru hlutirnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 13:15

Íslandsmótið í höggleik: Slæm byrjun hjá Valdísi Þóru – Anna Sólveig og Tinna jafnar í efsta sæti eftir 3. holu lokahrings

Lokaráshópur í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik fór út fyrir um klukkustund síðan, kl. 12:10.  Valdís Þóra átti því miður slaka byrjun fékk tvo skolla (á upphafsbrautinni og flugbrautinni).  Tinna er á sléttu pari (fékk fugl á 1. og skolla á par-3, 2. brautina. Anna Sólveig átti bestu byrjunina fékk fugl á flugbrautina (par-5 3. brautina) og er búin að spila 1/6 hluta lokahringsins á 1 undir pari. Þær Anna Sólveig og Tinna eru því sem stendur í forystu á samtals 9 undir pari og Valdís er 1 höggi á eftir á 10 undir pari. Aðrar virðast ekki ætla blanda sér í baráttuna – Íslandsmeistarinn í höggleik 2011 Ólafía Þórunn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Harrison Frazar – 29. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Harrison Frazar. Frazar fæddist í Dallas Texas, 29. júlí 1971 og er því 41 árs í dag. Hann komst í fréttirnar í júní í fyrra þegar hann sigraði á St. Jude Classic mótinu á PGA Tour eftir að hafa verið sigurlaus í 355 mótum á PGA mótaröðinni, sem hann tók þátt í. Þetta er jafnframt eini sigur hans á PGA mótaröðinni. Auk þess hefir hann sigrað á 1 móti á Nationwide Tour og 2 þess utan sem atvinnumaður, en hann gerðist atvinnumaður 1996. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 12:15

Hvaða klúbbur á Íslandi á flesta kylfinga sem komust í gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í höggleik? – Nokkrar skemmtilegar staðreyndir

Það eru 65 golfklúbbar starfandi á landinu (sérklúbbar eru ekki taldir hér s.s. golfklúbbur flugfreyja og flugþjóna, golfklúbbur fatlaðra, golfklúbbur einherja o.s.frv.). Nú stendur yfir stærsta golfmótið, sem haldið er á Íslandi, 4. mótið á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsmótið í höggleik. Það voru 123 kylfingar í karlaflokki og 27 í kvennaflokki sem hófu mótið, en í gær komust 76 karlar og 18 konur í gegnum niðurskurð. Skyldu það alltaf vera stóru klúbbarnir sem standa sig best? Fyrst mætti geta lítillar staðreyndar um að enginn af þátttakendum í karlaflokki (reyndar kvennaflokki líka) úr stærsta golfklúbbnum á Norðurlandi, Golfklúbbi Akureyrar (5) komust í gegnum niðurskurð en allir þátttakendur (3) úr Golfklúbbi Selfoss, Golfklúbbi Borgarness Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 10:30

GKB: Thelma Sveinsdóttir og Helga Sebah sigruðu á Gullmóti Hansínu Jens

Í gær fór fram eitt vinsælasta kvennamótið á íslensku mótaskránni; Gullmót Hansínu Jens í Kiðjaberginu.  Þátttakendur voru 85 og luku 82 keppni. Veitt voru 1 verðlaun fyrir besta skor og 5 í punktakeppninni og gat sami keppandi ekki tekið verðlaun í báðum flokkum. Helstu úrslit  í mótinu voru eftirfarandi: Besta skor:  Thelma Sveinsdóttir, GK  88 högg. Punktakeppni: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir 0 1 Helga Sveinsdóttir Sebah GKB 27 F 24 16 40 40 40 2 Ragnheiður Karlsdóttir GR 20 F 17 21 38 38 38 3 Særún Garðarsdóttir GK 26 F 22 15 37 37 37 Lesa meira