Haraldur Franklín Magnús, GR (left) with his father and kaddy Kristján Franklín Magnús. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 15:53

Íslandsmótið í höggleik: Allt jafnt hjá Haraldi og Rúnari í hálfleik

Það er allt jafnt í einvíginu Haraldur – Rúnar í hálfleik  á Íslandsmótinu í höggleik.

Haraldur hefir verið að spila frábært golf er á 1 undir pari eftir fyrri 9 og það sama er að segja um Rúnar sem búinn er að fá 2 fugla og 1 skolla það sem af er. Báðir eru enn á 6 undir pari. Ótrúlega spennandi keppni!!!

Þórður Rafn Gissurarson, er enn 4  höggum á eftir forystunni á samtals 2 undir pari og virðist ekki ætla að gera sig líklegan til að blanda sér í toppbaráttuna.

Af öðrum köppum sem eru neðar á skortöflunni er vert að geta Guðmundur Ágústar Kristjánssonar, GR,  sem aldeilis hefir sýnt snilldarleik í dag, er á 3 undir pari í dag eftir 14 spilaðar holur, er búinn að fá 5 fugla og 2 skolla og rífa sig úr 17. sætinu, sem hann var í eftir gærdaginn í það sjöunda, eins og staðan er núna.

Til þess að fylgjast með stöðunni á geysispennandi Íslandsmóti í höggleik SMELLIÐ HÉR: