Tinna Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 13:15

Íslandsmótið í höggleik: Slæm byrjun hjá Valdísi Þóru – Anna Sólveig og Tinna jafnar í efsta sæti eftir 3. holu lokahrings

Lokaráshópur í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik fór út fyrir um klukkustund síðan, kl. 12:10.  Valdís Þóra átti því miður slaka byrjun fékk tvo skolla (á upphafsbrautinni og flugbrautinni).  Tinna er á sléttu pari (fékk fugl á 1. og skolla á par-3, 2. brautina.

Anna Sólveig átti bestu byrjunina fékk fugl á flugbrautina (par-5 3. brautina) og er búin að spila 1/6 hluta lokahringsins á 1 undir pari.

Þær Anna Sólveig og Tinna eru því sem stendur í forystu á samtals 9 undir pari og Valdís er 1 höggi á eftir á 10 undir pari.

Aðrar virðast ekki ætla blanda sér í baráttuna – Íslandsmeistarinn í höggleik 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR er í 4. sæti á 13 yfir pari og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, í 5. sæti á 15 yfir pari.

Æsispennandi keppni í kvennaflokki!

Fylgist með stöðunni með því að SMELLA HÉR: