Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Bergsteinn Hjörleifsson, formaður Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Bergsteinn er fæddur 30. júlí 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann hefir verið formaður Golfklúbbsins Keilis óslitið frá árinu 2004. Fjölskylda Bergsteins er mikið í golfi m.a. bróðir hans Magnús og sonur Bergsteins, Hjörleifur, sem hefir verið frá keppni í ár vegna meiðsla. Sjálfur hefir Bergsteinn tekið þátt í fjölda opinna móta með góðum árangri auk þess sem hann var duglegur að draga fyrir son sinn á Eimskipsmótaröðinni, síðast í fyrra. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Graeme McDowell 30. júlí 1979 (33 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (32 ára); Nino Bertasion, Lesa meira
Webb Simpson og kona hans Dowd eignuðust dóttur sem hlotið hefir nafnið Willow Grace
Sigurvegari Opna bandaríska og gamli Wake Forest stúdentinn (sami háskóli og Ólafía Þórunn stundar nú nám við) Webb Simpson varð faðir s.l. laugardag, 28. júlí, í 2. sinn. Eiginkona Webb, Dowd, fæddi stelpukríli, sem þegar hefir hlotið nafnið Willow Grace. Haft var eftir umboðsmanni Webb Simpson, Thomas Parker, að móður og dóttur heilsaðist vel. Webb Simpson hætti við þátttöku í Opna breska til þess að geta verið með Dowd síðustu daga meðgöngu. Búist er við að hann snúi aftur til keppni á PGA Championship risamótinu, sem fram fer á Kiawah Island í Suður-Karólínu, dagana 9.-12. ágúst n.k. Þeir sem fylgjast með Webb Simpson á Twitter gera sér fljótt grein fyrir Lesa meira
PGA: Scott Piercy sigraði á RBC Canadian Open – hápunktar og högg 4. dags
Það var Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy sem sigraði á RBC Canadian Open. Piercy vann mótið á samtals 17 undir pari, 263 höggum (62 67 67 67). „Leiðindagolfið“ sem Piercy varð að leika í mótinu hafði það í för með sér að þegar hann vann varð hann svo glaður að hann gat varla lýst tilfinningum sínum. Piercy spilaði frekar öruggt staðsetningargolf fremur en að sýna djarfan leik með því að slá á stangirnar. Þetta er ekki uppáhaldstegund golfleiks sagði hann en hann var samt ánægður með niðurstöðuna. „Ég hef verið að spila vel um skeið nú og maður þarfnast bara nokkurra tækifæra hér og þar,“ sagði Piercy. „Ég fékk góð tækifæri og Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín og Valdís Þóra Íslandsmeistarar í höggleik 2012
Það eru Haraldur Franklín Magnús, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL sem eru nýir Íslandsmeistarar í höggleik 2012. Þetta er fyrsta mótið sem Valdís Þóra tekur þátt í ár á Eimskipsmótaröðinni en hún lengdi aðeins veru sína í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám og spilar golf með Texas State. Haraldur Franklín er líka á leiðinni til náms í Bandaríkjunum og mun þar stunda nám og spila golf með golfliði Mississippi State, sama skóla og Íslandsmeistarinn í höggleik 2011, Axel Bóasson, GK, nemur við. Valdís Þóra sagði í viðtali við Golf 1 í gær að hún ætlaði að gera sitt besta til þess að verða Íslandsmeistari og hennar besta var Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Álögunum aflétt!!! Haraldur Franklín Magnús fyrsti Íslands- meistari GR í höggleik í karlaflokki í 27 ár!!!
Það er Haraldur Franklin Magnús, GR, sem var rétt í þessu að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik. Hann lýkur þar með 27 ára þrautagöngu GR-inga, sem ekki hefir tekist að sigra í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik frá árinu 1985 þegar Sigurður Pétursson vann. Haraldur Franklín var brosandi þegar hann ásamt Valdísi Þóru tók við Íslandsmeistarabikarnum nú rétt í þessu. Haraldur Franklín er því allt þrennt í einu: Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni og klúbbmeistari GR – allt á sama árinu!!! Frábær árangur hjá Haraldi Franklín! Haraldur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 68 höggum, en hann spilaði jafnt og yfirvegað golf í dag- skilaði „hreinu“ skorkorti með 2 fuglum og það Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Einar Haukur Óskarsson á besta skori lokadagsins
Það er Einar Haukur Óskarsson, GK, sem var á besta skorinu á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik – glæsilegum 65 höggum!!! Einar Haukur skilaði „hreinu“ skorkorti með 5 fuglum. Fuglarnir komu á 2., 3. 7., 9. og 16. braut. Einar Haukur lauk leik á 287 höggum (72 76 74 65). Með árangrinum góða í dag náði Einar Haukur að lyfta sér úr 35. sætinu í það 13. eða á topp-20, sem er frábær árangur!
Íslandsmótið í höggleik: Rúnar leiðir þegar 3 holur eru eftir
Rúnar Arnórsson, GK, er kominn í forystu á 7 undir par, þegar eftir á að spila 3 holur á Íslandsmótinu í höggleik. Honum tókst að fá fugl á par-3 13. brautina. Haraldur Franklín hefir aðeins fengið 1 fugl á 15 holum en hefir spilað fallegt og jafnt golf á hinar 14 holurnar þar sem hann hefir fengið par. Hann er því samtals á 6 undir pari. Þórður Rafn Gissurarson hefir raðað inn fuglunum. Nú á síðustu holum fékk hann góða fugla á 13. og 14. braut. og er nú á samtals 4 undir pari, aðeins 2 höggum á eftir Haraldi og 3 á eftir Rúnari. Fylgjast má með æsispennandi keppninni Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín og Rúnar enn jafnir eftir 12 holur
Það er allt óbreytt að loknum 12 holum. Haraldur Franklín og Rúnar eru báðir á 6 undir pari og allt í stáli. Eina breytingin frá leiknum á 9. holu er að Þórður Rafn Gissurarson missti högg á par-3 11. brautinni og er aftur kominn í 2 undir pari. Annars er allt við það sama hjá þeim efstu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er sem stendur á einu besta skori dagsins 3 undir pari en þannig er staðan hjá honum þegar 2 holum er ólokið. Til að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR:
Íslandsmótið í höggleik: Valdís Þóra Jónsdóttir Íslandsmeistari í höggleik 2012!!!
Það er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem er nýr Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012! Valdís Þóra spilaði á samtals 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75), en það er sigurskorið í ár!!! Þetta er grátlegt fyrir Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK, sem hafði 1 höggs forystu á þær Valdísi og Tinnu þegar bara átti eftir að leika 1 holu, þá 18. Hún fékk slæman skramba á holuna og lauk keppni á 14 yfir pari, 294 höggum (72 74 74 74), 1 höggi á eftir Valdísi Þóru. Tinna Jóhannsdóttir, GK, var jöfn Valdísi fyrir 18. holuna en fékk slæman skolla, líkt og á tveimur holum þar á undan. Hún lauk Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Tinna og Valdís Þóra jafnar þegar 3 holur eru eftir!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var komin í forystu þegar á 12. holu og hefir haldið henni nú þegar lokaholl kvennflokks á Íslandsmótinu í höggleik er komið á 15. holu og aðeins eftir að spila 3 holur. Valdís Þóra er búin að fá 3 skolla (á 1., 3. og 6. braut) og 2 fugla (á par-4 7. brautina og par-3 13. brautina!!) Hún var hins vegar að fá slæman skramba á par-5, 15. brautina 7 högg og er því á samtals 11 undir pari, eftir 15. spilaðar holur á lokahringnum. Tinna Jóhannsdóttur, GK, hefir tekist að jafna við Valdísi Þóru, er sem fyrr á samtals 11 yfir pari. Tinna er búin Lesa meira






