Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 15:30

Íslandsmótið í höggleik: Rúnar og Haraldur Franklín jafnir á 6 undir eftir 6 holur!

Rúnar Arnórsson, GK, er búinn að jafna metinn við Harald Franklín Magnús, þegar 6 holur hafa verið spilaðar.  Rúnar fékk fugl á par-5 5. holuna en Haraldur par.  Það er allt hnífjafnt og með hverri holu eykst spennan og þar með pressan á keppendur.

Þórður Rafn Gissurarson, GR,  tapaði einni holu þ.e. fékk skolla á 4. holu frá síðustu stöðuuppfærslu Golf 1 og er nú samtals á 2 undir pari 4 höggum á eftir forystunni.  Þetta er því nánast einvígi milli Rúnars og Haraldar Franklín.

Fylgjast má með stöðunni á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: