Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Harrison Frazar – 29. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Harrison Frazar. Frazar fæddist í Dallas Texas, 29. júlí 1971 og er því 41 árs í dag. Hann komst í fréttirnar í júní í fyrra þegar hann sigraði á St. Jude Classic mótinu á PGA Tour eftir að hafa verið sigurlaus í 355 mótum á PGA mótaröðinni, sem hann tók þátt í. Þetta er jafnframt eini sigur hans á PGA mótaröðinni. Auk þess hefir hann sigrað á 1 móti á Nationwide Tour og 2 þess utan sem atvinnumaður, en hann gerðist atvinnumaður 1996.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is