Golfhringur Baldvins hafinn fyrir áheitasöfnun til styrktar Minningarsjóðs Sigrúnar Mjallar
Í gær hóf Baldvin Vigfússon ferð sína í kringum landið, þar sem hann ætlar að spila 21 golfhring. Fyrsti völlurinn sem hann lék á var Víkurvöllur en sá síðasti sem hann mun spila á er Hvammsvíkurvöllur. Ferðin stendur dagana 28. júlí – 9. ágúst n.k. Þetta gera 198 holur, 50232 metra ferð og 3000 km akstur. Baldvin er að safna áheitum fyrir Minningarsjóð frænku sinnar Sigrúnar Mjallar, sem lést af völdum of stórs lyfjaskammtar. Sjóðnum er ætlað að styðja við bakið á skapandi verkefnum ungmenna sem eru í meðferð á meðferðarheimilum unglinga á hverjum tíma – verkefnum sem unglingarnir sjálfir fá hugmynd að, útfæra og sækja um framlag. Fylgjast má Lesa meira
NK: Rósant Birgisson og Oddný Rósa Halldórsdóttir sigruðu á Opna Hótel Sögu mótinu
Opna Hótel Sögu mótið fór fram í blíðskapaveðri á Nesvellinum í gær, 28. júlí 2012 og voru rúmlega 100 kylfingar sem tóku þátt. Skor kylfinga var í takt við veðrið og var greinilegt að keppendur kunnu vel við sig í blíðunni. Keppt var eftir punktafyrirkomulagi og í höggleik. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par þrjú holum. Bestum árangri dagsins náði Rósant Birgisson, NK, en hann lék á 68 höggum og fékk fyrir það 43 punkta og sigraði báða flokkana. Þar sem ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum samkvæmt keppnisskilmálum endar Rósant í 1. sæti í höggleik en þiggur Lesa meira
GH: Kristín Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorgeirsson og Eyþór Traustason sigruðu á Opna Goða/Mærudagsmótinu
Í gær fór fram í miklu blíðviðri 20°C hita og smá andvara á Húsavík Opna Goðamótið/Mærudagsmót. Það voru 105 skráðir í mótið og 102 luku keppni. Veitt voru þrenn verðlaun í höggleik kvenna og karla og 5 verðlaun í 1 sameiginlegum opnum flokki í punktakeppni. Mótið er haldið í sambandi við Mærudagshátíð, sem nú fer fram á Húsavík. Öll verðlaun í mótinu voru veitt af Norlenska. Í kvennaflokki voru konur frá Húsavík sigursælar, enda þekkja þær Katlavöll kvenna best. Efstar þar voru Kristín og Birna Dögg Magnúsdætur, báðar á 93 höggum. Kristín var betri á seinni 9, spilaði þær á 45 höggum en Birna Dögg á 47. Í 1. sæti Lesa meira
GO: Helgi Anton Eiríksson og Stefán Einar Stefánsson sigruðu á Tag Heuer/Wilson Staff
Á fimmtudaginn s.l., 26. júlí 2012, fór fram Tag Heuer/Wilson Staff mótið á Urriðavelli. Þátttakendur voru 81 og undu þér sér hið besta í einu besta veðri sumarsins. Keppt var í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt voru 3 glæsileg verðlaun í hvorum flokki, 1. sæti 40.000 króna vöruúttekt frá Leonard; 2. sæti 30.000 króna vöruúttekt frá Leonard og 3. sæti 20.000 króna vöruúttekt frá Leonard. Sami kylfingur gat ekki tekið við verðlaunum í báðum flokkum. Á besta skorinu í mótinu var Helgi Anton Eiríksson, GV og var hann líka með flesta punktana 38 en tók ekki verðlaun fyrir þá, líkt og þeir sem voru á 2. og Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Anser og Serene frá PING kynnt
Í dag verður áhorfendum á Íslandsmótinu í höggleik boðið að prófa Anser og Serene tré og járn frá PING. Serene er kvenlínan frá PING. Það er Íslensk/Ameríska sem stendur fyrir kynningunni milli kl. 10-14 á Strandarvelli. Þeim, sem leið sína leggja á mótið, verður boðið að kynna sér kylfurnar, sem fara í sölu hérlendis í ágúst (Anser) og september (Serene). Frítt er á mótið. Sjá má myndskeið með kynningunni á Serene PING kylfunum með því að SMELLA HÉR: Sjá má myndskeið með kynningunni á Anser PING tré kylfunum með því að SMELLA HÉR:
Íslandsmótið í höggleik – Valdís Þóra Jónsdóttir: „Geri mitt besta!“
Valdís Þóra leiðir fyrir lokahring Íslandsmótsins í höggleik. Valdís Þóra lék á 2 yfir pari í dag 72 höggum. Hún fékk 5 skolla (2., 4., 11., 13. og 15. braut) og 3 fugla (á 10., 12. og 16. braut). Samtals er Valdís Þóra búin að fá 9 fugla, 30 pör og 13 skolla og 2 skramba eftir 3 hringi. Samtals hefir Valdís Þóra leikið á 8 yfir pari (71 75 72). Valdís Þóra á 1 högg á Íslandsmeistarann í höggleik 2010, Tinnu Jóhannsdóttur, GK, fyrir lokabaráttuna á morgun. Golf 1 tók örstutt viðtal við Valdísi Þóru: Golf 1: Er eitthvað á hringnum sem stendur upp úr í dag? Valdís Þóra: Lesa meira
PGA: Robert Garrigus einn í forystu fyrir lokahring RBC Canadian Open
Það er Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus sem leiðir eftir 3. hring RBC Canadian Open. Samtals er Garrigus búinn að spila á samtals 16 undir pari, 194 höggum (64 66 64). Garrigus tók forystuna í dag með ekkert verra á skorkortinu en par, en auk þess fékk hann glæsiörn á 4. holu Hamilton golfvallarins í Ontario og 4 fugla. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Garrigus er forystumaður 2. hrings, William McGirt. Hann hefir spilað á 15 undir pari, 195 höggum (63 66 66). Annar forystumaður eftir 2. hring er Scott Piercy en hann er í 3. sæti nú enn öðru höggi á eftir Garrigus þ.e. 2 höggum á eftir Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik – Rúnar Arnórsson: „Ætla að njóta þess að spila á morgun“
Rúnar Arnórsson, GK, er í forsytu eftir 1. dag ásamt Haraldi Franklín Magnús úr GR á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Báðir eru á 5 undir pari. Golf 1 tók örstutt viðtal við Rúnar eftir hringinn í dag: Golf 1: Sjö fuglar í dag hvernig er tilfinningin eftir daginn? Rúnar: Mjög fín. Þetta gekk vel mestmegnis og var mjög þægilegt. Golf 1: Var eitthvað sem þú hefðir vilja gera betur? Rúnar: Það skemmtilega við golfið er nú það að það er eiginlega sama hversu vel gengur, það má alltaf gera betur og alltaf einhver högg sem maður vill slá aftur. Ég hefði viljað taka aftur skrambann á 8. holu. Ég átti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Árný Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2012
Það er Árný Lilja Árnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Árný Lilja er fædd 28. júlí 1970 og er því 42 ára. Hún er núverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Sauðárkróks eins og mörg undanfarin ár. Golf 1 tók nýlega viðtal við afmæliskylfinginn sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (41 árs); Amy Yang, 28. júlí 1989 (23 ára) ….. og …… Þórdís Lilja Árnadóttir (39 ára) Marta Guðjónsdóttir Hinrik Hilmarsson (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín setti niður 15 metra pútt á flugbrautinni! – Viðtal
Þeir sem leiða fyrir lokahring Íslandsmótsins í höggleik eru þeir Rúnar Arnórsson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR. Haraldur Franklín var á besta skori mótsins í dag og tók Golf 1 örstutt viðtal Við Harald eftir 3. hring: Golf1: Til hamingju með höggin 64 – besta skor keppninnar! Haraldur: Takk fyrir það. Golf 1: Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? Haraldur: Bara mjög góð og ég er spenntur fyrir morgundeginum. Golf 1: Nú fékkst þú 2 erni á hringnum í dag, á 3. braut („flugbrautinni“) og 17. braut. Geturðu aðeins talað um þá? Haraldur: Þriðja brautin („flugbrautin“) er hörð og boltinn rúllaði endalaust eftir teighögg, sem ég hitti ágætlega. Lesa meira








