
Hvaða klúbbur á Íslandi á flesta kylfinga sem komust í gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í höggleik? – Nokkrar skemmtilegar staðreyndir
Það eru 65 golfklúbbar starfandi á landinu (sérklúbbar eru ekki taldir hér s.s. golfklúbbur flugfreyja og flugþjóna, golfklúbbur fatlaðra, golfklúbbur einherja o.s.frv.).
Nú stendur yfir stærsta golfmótið, sem haldið er á Íslandi, 4. mótið á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsmótið í höggleik. Það voru 123 kylfingar í karlaflokki og 27 í kvennaflokki sem hófu mótið, en í gær komust 76 karlar og 18 konur í gegnum niðurskurð.
Skyldu það alltaf vera stóru klúbbarnir sem standa sig best?
Fyrst mætti geta lítillar staðreyndar um að enginn af þátttakendum í karlaflokki (reyndar kvennaflokki líka) úr stærsta golfklúbbnum á Norðurlandi, Golfklúbbi Akureyrar (5) komust í gegnum niðurskurð en allir þátttakendur (3) úr Golfklúbbi Selfoss, Golfklúbbi Borgarness (2) og Golfklúbbi Dalvíkur (1), svo dæmi séu tekin.
Hvaða klúbbur skyldi nú eiga flestu kylfingana í karlaflokki, sem komust í gegnum niðurskurð? Þegar það er skoðað kemur í ljós að þar á Golfklúbbur Reykjavíkur vinninginn eða 20 kylfinga í karlaflokki; næstur kemur Golfklúbburinn Keilir með 12 og skýtur þar með stærri klúbbum í landinu ref fyrir rass s.s. GKG, sem reyndar er í 3. sæti með 10 kylfinga og GO með 2 kylfinga.
Það sem er frábært er að bestu kylfingar landsins koma langt frá því allir af höfuðborgarsvæðinu (þó hlutfallslega komi flestir þaðan: 7 af 9 klúbbum á höfuðborgarsvæðinu eiga fulltrúa) –
Og það er breidd í því hvaðan bestu kylfingarnir koma, þar sem þeir koma úr 20 mismunandi klúbbum (og dreifast því bestu kylfingar landsins í karlaflokki á tæpan 1/3 allra golfklúbba á landinu).
Hér má sjá niðurstöður þessarar óformlegu könnunar um hvaða golfklúbbar eigi flesta kylfinga í karlaflokk, sem komust í gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í höggleik:
GR: 20 26%
GK: 12 16%
GKG: 10 13%
GKJ: 6 7.8%
NK: 4 5,3%
GOS: 3 3,9%
GSE: 3 3,9%
GB: 2 2,6%
GKB: 2 2,6%
GO: 2 2,6%
GS: 2 2,6%
GV: 2 2,6%
GHD: 1 1,3 %
GHG: 1 1,3 %
GHR: 1 1,3 %
GÍ: 1 1,3 %
GJÓ: 1 1,3 %
GL: 1 1,3 %
GN: 1 1,3 %
GÓ: 1 1,3 %
Hjá konunum er auðveldara að taka saman þessa tölfræði. Kvenkeppendurnir 18, sem komust í gegnum niðurskurð komu úr eftirfarandi klúbbum:
GR: 7 39%
GK: 4 22%
GKG: 3 17%
GL: 1 5,5 %
GKJ: 1 5,5 %
GO: 1 5,5 %
GS: 1 5,5 %
Ath. skekkja er í prósentutölum vegna gróflegrar námundunar en ekki nákvæms útreiknings, sem þó breytir engu varðandi heildarniðurstöðuna.
Þegar allir keppendur eru teknir saman sést að staðan er óbreytt; Golfklúbbur Reykjavíkur á flesta keppendur, sem komust í gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í höggleik 2012 eða 27 (20 karla + 7 konur) og Golfklúbburinn Keilir næstflesta eða 16 (12 karla og 4 konur). Í 3. sæti er síðan GKG með 13 keppendur (10 karla + 3 konur).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024