Keiliskonur unnu 3. árið í röð í vinkvennakeppni við Oddskonur
Vinkvennamóti GK og GO í ár lauk með sigri Keilskvenna. Mótið fer þannig fram að spilaðir eru 1 hringur bæði á Hvaleyrinni í Hafnarfirði (heimavelli Keiliskvenna) og einn hringur á Urriðavelli (heimavelli Oddskvenna). Konur í Keili skrá sig á tilteknum degi keppninnar á rástíma á Urriðavelli og er mælst til að í hverju holli séu konur úr báður klúbbum. Síðan öfugt þegar konur úr Oddi koma að spila á Hvaleyrinni. Um er að ræða punktakeppni, þar sem 20 efstu punktaskor kvennanna úr hvorum klúbbi telja til sigurs. Þegar lögð voru saman 20 efstu punktaskor hjá hjá kvenkeppendum beggja klúbba kom í ljós að Oddskonur voru með 1227 punkta en Keiliskonur Lesa meira
Viðtalið: Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur
Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur er mörgum kylfingum kunnur. Hann hefir t.a.m.margoft verið liðsstjóri íslenskra landsliða, sem keppt hafa erlendis; nú að undanförnu var Ragnar t.d.. liðstjóri íslensku krakkanna sem spiluðu í European Young Masters 23.-28. júlí 2012, í Royal Balaton Golf & Yacht Club, í Balatonudvari, í Ungverjalandi og luku keppni s.l. helgi. Eins var Ragnar liðsstjóri íslensku stúlknanna, sem þátt tóku í European Girls Team Championship í Þýskalandi fyrr í síðasta mánuði, svo örfá dæmi séu tekin. Ragnar er mikill GR-ingur; varð m.a. púttmeistari GR 2010 og stýrir karlaliði GR í sveitakeppninni í ár. Kynningin á afrekum Ragnars í golfíþróttinni yrði ansi löng, svo löng að hún er efni í aðra Lesa meira
PGA: Luke Donald: „The come from behind thing is a 2012 thing.“
Í aðdraganda Bridgestone heimsmótsins, sem hefst á morgun og er hluti af PGA mótaröðinni var nú í hádeginu (að íslenskum tíma) haldinn blaðamannafundur með öllum helstu kylfingum heims, sem þátt taka í mótinu; byrjað á Adam Scott og síðan tekið viðtal við Luke Donald. Seinna um daginn mættu síðan enn aðrir t.a.m. Ernie Els, Keegan Bradeley og Tiger Woods. Einn þeirra sem svaraði spurningum blaðamanna var Luke Donald, nr. 1 á heimslistanum. Hann sagðist vera spenntur fyrir Bridgestone mótinu, til þess að vinna það yrði að dræva vel og gera allt vel og mótið yrði góð æfing fyrir næstu viku, þegar PGA Championship risamótið færi fram. Luke sagði að sér hefði Lesa meira
Adam Scott: „Ég var í sjokki – ég var dofinn“ – myndskeið
Nú er nýlokið blaðamannafundi PGA með Adam Scott fyrir Bridgestone mótið sem hefst í Akron, Ohio, í Bandaríkjunum á morgun. Það er Adam Scott sem á titil að verja í því móti. Sjá má brot af fundinum með Adam Scott með því að SMELLA HÉR: Blaðamenn voru lítið að spyrja Scott út í mótið sem framundan væri heldur einbeittu sér flestallir að spurningum um Opna breska. Einn blaðamaðurinn hafði orð á því hversu rólegur Adam Scott hefði verið eftir að hann glutraði tækifærinu á sigri í 1. risamóti sínu og hvort hann hefði ekki langað til þess að öskra eða steyta hnefanum, til að láta reiðina út. Adam Scott svaraði Lesa meira
PGA: Fylgist með blaðamannafundi með Adam Scott, Luke Donald og Ernie Els í beinni kl. 13:00 – 14:30 að íslenskum tíma!
Nú á morgun hefst World Golf Championships-Bridgestone í Akron, Ohio. Að venju eru blaðamannafundir með helstu stjörnum mótsins, m.a. Adam Scott sem á titil að verja. Fylgjast má með blaðamannafundinum í beinni á vef PGA Tour eða með því að SMELLA HÉR: Ef smellt er á tengilinn hér að ofan birtist vefsíða PGA Tour og þá þarf að smella á „Live from the Press Room“ og eftir smá stund birtist Adam Scott (sem nú situr fyrir svörum þegar þetta er skrifa kl. 13:10).
Afmæliskylfingur dagsins: Nökkvi Gunnarsson – 1. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Nökkvi Gunnarsson. Nökkvi er fæddur 1. ágúst 1976 og því 36 ára í dag. Nökkvi er í Nesklúbbnum, er útskrifaður PGA golfkennari klúbbsins og núverandi Íslandsmeistari 35+, en Íslandsmótið fór nú nýverið fram í Vestmannaeyjum. Nökkvi hefir og sigrað á mörgum opnum mótum í ár, m.a. BYKO vormótinu á Nesinu, 1. maí mótinu á Hellu og 60 ára afmælismóti GHR. Eins hefir Nökkvi tekið þátt í mótum erlendis á árinu; t.a.m. varð hann í 18. sæti ásamt bróður sínum, Steini Baugi, á sterku móti áhugamanna í Belgíu sem fram fór á Royal Waterloo golfvellinum, þ.e. 4Ball Club Trophy, í apríl s.l. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 Lesa meira
Hvað er að hjá Yani Tseng?
Leikur Yani Tseng, besta kvenkylfings á Rolex-heimslistanum virðist týndur. Hún komst m.a. ekki í gegnum niðurskurð á Evían Masters nú um helgina og hefir ekkert gengið sérlega vel á s.l. mótum Menn velta fyrir sér hvað sé að hjá henni. Er það olboginn sem hún hefir verið vafðan frá því í febrúar eða eru það allar afvegaleiðingarnar sem eru fylgifiskar frægðar? Eða bara lífið sjálft? Það sem gleymist oft er að stjörnurnar eru bara mannlegar og það sem dreifir huga þeirra utan vallar getur haft áhrif á spil þeirra alveg eins og hjá okkur hinum. Lífið tekur stundum yfirhöndina jafnvel hjá besta kvenkylfingi heims. En hvað sem öðru líður eftir Lesa meira
Tiger við æfingar á Ocean golfvellinum
Tiger Woods spilaði Ocean golfvöllinn, sem lið í undirbúningi fyrir PGA Championship risamótið, sem hefst á Kiawah Island í Suður-Karólínu í næstu viku. En hann er ekki sá eini við æfingar. Haft var eftir golfvallarstarfsmönnum að Adam Scott og Graeme McDowell hefðu líka verið við æfingar viku fyrir lokarisamót þessa árs. PGA Championship hefst eftir rúma viku, 9. ágúst 2012. Tiger og Adam Scott spila báðir í World Golf Championships-Bridgestone í Akron, Ohio, en það mót hefst á morgun. Tiger hefir sigrað 7 sinnum í mótinu og Adam Scott á titil að verja. Í vikunni þar á eftir þ.e. á PGA Championship mun Tiger reyna að sigra á fyrsta risamóti sínu Lesa meira
15 ára drengur fór tvisvar holu í höggi í Holywood Golf Club á Írlandi
15 ára strákur, Jon McClements fór tvisvar holu í höggi í Holywood Golf Club í County Down á Norður-Írlandi. Þessi 1,54 m hái nemandi Lagan College, sem er með 9 í forgjöf, hefir farið holu í höggi tvisvar innan 3 vikna. Fyrra skiptið var á 9. holu þann 6. júlí en það kom honum einna mest á óvart og síðan sló hann annnað draumahögg á 10. holu vallarins s.l. sunnudag (29. júlí 2012). Rétt eins og Rory McIlroy, sem steig fyrstu spor sín í Holywood, byrjaði Jon að spila með plast golfkylfum aðeins 3 ára. „Fyrra skiptið sem ég fór holu í höggi var í keppni við 3 vini mína,“ Lesa meira
GKS: Ólína Þórey og Markús Rómeó sigruðu í Opna Vodafonemótinu
Opna Vodafone mótið fór fram á Siglufirði s.l. laugardag, 28. júlí 2012. Þátttakendur voru 30. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki. Sigurvegari í karlaflokki var Markús Rómeó Björnsson, GKS, með 42 glæsipunkta! Í 2. sæti varð Grétar Bragi Hallgrímsson, GKS, á 39 punktum og í 3. sæti formaður GKS, Ingvar Kristinn Hreinsson. GKS-menn röðuðu sér því í 3 efstu sætin! Í kvennaflokki varð Ólína Þórey Guðjónsdóttir, klúbbmeistari GKS 2012 hlutskörpust með 34 punkta. Ólína Þórey var með betra skor en Marsibil Sigurðardóttir, GHD á seinni 9, en Marsibil var einnig með 34 punkta. Í 3. sæti í kvennaflokki varð Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS á 31 Lesa meira









