Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Harðar Barðdal í haust
Minningarsjóður Harðar Barðdal til styrktar fötluðum kylfingum var stofnaður sumarið 2011 til þess að heiðra minningu Harðar Barðdal, frumkvöðuls og afreksíþróttamanns úr röðum fatlaðra. Markmiðið er að halda á lofti þeim kyndli er Hörður tendraði með starfi sínu í þágu fatlaðra íþróttamanna almennt og í þágu fatlaðra kylfinga sérstaklega. Níu ára að aldri fékk Hörður lömunarveiki en hann lét það aldrei aftra sér í leik og starfi. Afrekaskrá hans í íþróttum og frumkvöðlastarf á því sviði ber vitni um eljusemi, baráttuhug og jákvæðni sem gaf öðrum í sömu stöðu aukið þor og vilja til að standa jafnfætis ófötluðum. Hann var sæmdur gullmerki ÍF árið 1994 fyrir störf sín í þágu Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (6. grein af 34): Laura Cabanillas
Í kvöld verður fram haldið greinaflokki á kylfingum, sem fóru í gegnum Q-school 2012 í janúar s.l. á La Manga golfvellinum og hlutu kortin sín á Evrópumótaröð kvenna. Sex stúlkur lentu í umspili um síðustu 2 kortin af 30, sem veitt voru og í kvöld verður sú stúlka kynnt sem var svo heppin að verða í 29. sæti þ.e. varð efst af þeim 6 í umspilinu – spænska stúlkan Laura Cabanillas. Laura Cabanillas fæddist 11. júlí 1981 í Malaga á Spáni og er því 31 árs. Laura gerðist atvinnumaður 4. október 2001. Hún var í spænska unglingalandsliðinu. Cabanillas hefir átt fast sæti á LET frá 2002, en nú í janúar Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (2. grein af 7)
Ernie Els ólst upp austur af Jóhannesarborg í Kempton Park, Suður-Afríku. Hann spilaði rugby, krikket, tennis og byrjaði að spila golf 8 ára. Hann var hæfileikaríkur tennisleikari og vann Eastern Transvaal Junior Championships 13 ára. Els lærði að spila golf í Kempton Park Country Club , þar sem hann byrjaði að draga fyrir pabba sinn, Neels. Hann var fljótt orðinn betri en pabbinn (og eldri bróðir hans, Dirk) og 14 ára var hann kominn með 0 í forgjöf. Það var um það leyti, sem Ernie ákvað að einbeita sér algerlega að golfinu. Fyrsti markverði sigur hans, sem vakti athygli á honum er þegar hann vann hann Junior World Golf Championship í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Birkir Þórisson – 31. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Birkir Þórisson. Helgi Birkir er fæddur 31. júlí 1975 og er því 37 ára í dag. Helgi Birkir er í Golfklúbbi Setbergs. Aðrir frægir kylfingar eru: Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (53 ára) ….. og …… Víðir Jóhannsson (56 ára) Kolbrún Rut Olsen (16 ára) Hss Handverk (46 years old) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
GGB: Þór Gunnlaugsson og Jóhanna Halldórsdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Glanna 2012
Meistaramót Golfklúbbsins Glanna í Borgarnesi fór fram 28. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 10 og spilaður var 1 hringur. Klúbbmeistarar Glanna eru þau Þór Gunnlaugsson, GKJ og Jóhanna Halldórsdóttir, GKG. Þór spilaði Meistaramótshringinn á 79 höggum en Jóhanna var á 94 höggum. Úrslit í Meistaramóti Golfklúbbsins Glanna eru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Þór Gunnlaugsson GKJ 4 F 41 38 79 9 79 79 9 2 Ólafur A Ólafsson GK 13 F 42 44 86 16 86 86 16 3 Magnús Ingi Kristmannsson GGB 18 F 49 45 94 24 94 94 24 4 Jóhanna Lesa meira
GB: Þórdís Geirs og Sigrún Sigurðardóttir sigruðu í Gullhamrinum – Guðrún Björg fór holu í höggi!
Gullhamarinn, árvisst kvennamót Golfklúbbs Borgarness var haldið s.l. sunnudag, 29. júlí 2012. Leikinn var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Verðlaunin í mótinu voru að venju glæsileg og má segja að engin hafi fari tómhent heim. Sigurvegarar í mótinu voru þær Þórdís Geirsdóttir, GK, sem vann höggleikinn, átti lengsta teighöggið og hlaut jafnframt nándarverðlaun á 4. braut og nýkrýndur klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbi Álftaness 2012, Sigrún Sigurðardóttir, en hún vann punktakeppnina; var á 37 punktum. Bestu tilþrif í mótinu átti Guðrún Björg Guðjónsdóttir, GVG (þ.e. úr Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði) en hún fór holu í höggi í mótinu á 16. braut, þ.e. „Eyjunni.“ Golf 1 Lesa meira
John Daly tíar upp í munn Feherty – myndskeið
John Dee golfpenni golf.com hafði eftirfarandi að segja um nýjasta uppátæki þátttastjórnanda Golf Channel, Feherty: „Það er margt, sem ég myndi ekki láta John Daly gera við mig. Reyndar mjög margt. En ekkert er hærra á listanum en að láta hann ekki slá teighögg með tíið í munni mér. Ég er ekki David Feherty. Þáttastjórnandinn á Golf Channel lét Daly gera nákvæmlega þetta í lokaþætti í sjónvarpsþætti sínum og var sýnt í Bandaríkjunum nú um helgina. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: Heimild: golf.com
GR: Keppnissveitir fyrir sveitakeppnir GSÍ tilkynntar í dag
Golfklúbbur Reykjavíkur tilkynnti í dag karla- og kvennasveitir sínar sem leika fyrir klúbbsins hönd í sveitakeppnum GSÍ 2012. Karlasveitin leikur á Suðurnesjum (GS) og kvennasveitin á Akranesi (GL) dagana 10-12 ágúst. Karlasveit er skipuð eftirfarandi leikmönnum: Andri Þór Björnsson (Val) Arnar Snær Hákonarson (Val) Arnór Ingi Finnbjörnsson (Val) Guðmundur Ágúst Kristjánsson (Val) Haraldur Franklín Magnús (Stigalisti GSÍ/Klúbbmeistari) Ólafur Már Sigurðsson (Val) Stefán Már Stefánsson (Val) Þórður Rafn Gissurarson (Stigalisti GSÍ) Liðsstjóri: Ragnar Baldursson Þjálfari: Brynjar Eldon Geirsson Kvennasveit er skipuð eftirfarandi leikmönnum: Berglind Björnsdóttir (Stigalisti) Guðrún Pétursdóttir (Val) Halla B. Ragnarsdóttir (Val) Hildur K. Þorvarðardóttir (Val) Ólafía Þ. Kristinsdóttir (Stigalisti/Klúbbmeistari) Ragnhildur Kristinsdóttir (Val) Ragnhildur Sigurðardóttir (Val) Sunna Víðisdóttir (Val) Liðsstjóri: Lesa meira
Eimskipsmótaröðin: Systurnar Heiða og Karen Guðnadætur
Það er mikið um að systkini séu að keppa saman í golfmótum og mót Eimskipsmótaraðarinnar eru þar engin undantekning. Nú er nýafstaðið Íslandsmótið í höggleik. Meðal keppenda í því voru systurnar Heiða og Karen Guðnadætur. Eins og Golf 1 greindi frá í gær voru þær sem komust í gegnum niðurskurð í kvennaflokki aðeins 18 af 27 sem hófu keppni og þessir 18 kvenkeppendur, sem komust í gegnum niðurskurð dreifast á 7 klúbba. Heiða og Karen voru einu fulltrúar klúbba sinna GKJ og GS í kvennaflokki, sem komust í gegnum niðurskurð, sem er glæsilegt hjá þeim systrum! En ekki aðeins glæsilegt, því ef þær hefðu ekki keppt hefðu næstu konur inn í Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Inbee Park?
Inbee Park sigraði í gær á Evían Masters. Hún hefir eflaust fremur viljað sigra mótið 2013 því þá telst Evían mótið til risamóta og hún er því síðasti kvenkylfingurinn sem sigrar Evían áður en það verður risamót. En hver er þessi kylfingur frá Suður-Kóreu? Inbee fæddist í Seúl í Suður-kóreu 12. júlí 1988 og er því nýorðin 24 ára. Hún byrjaði að spila golf 10 ára. Eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna sigraði hún í 9 mótum AJGA (stytting á American Junior Golf Association). Svo varð hún í 2. sæti á US Women´s Amateur. Hún sigraði US Girls Junior 2002 (14 ára) og varð í 2. sæti bæði 2003 og Lesa meira







