Yani Tseng
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2012 | 11:00

Hvað er að hjá Yani Tseng?

Leikur Yani Tseng, besta kvenkylfings á Rolex-heimslistanum virðist týndur. Hún komst m.a. ekki í gegnum niðurskurð á Evían Masters nú um helgina og hefir ekkert gengið sérlega vel á s.l. mótum Menn velta fyrir sér hvað sé að hjá henni. Er það olboginn sem hún hefir verið vafðan frá því í febrúar eða eru það allar afvegaleiðingarnar sem eru fylgifiskar frægðar? Eða bara lífið sjálft? Það sem gleymist oft er að stjörnurnar eru bara mannlegar og það sem dreifir huga þeirra utan vallar getur haft áhrif á spil þeirra alveg eins og hjá okkur hinum.  Lífið tekur stundum yfirhöndina jafnvel hjá besta kvenkylfingi heims.

Yani Tseng hengir haus. Henni hefir ekki gengið vel í golfinu að undanförnu.

En hvað sem öðru líður eftir að hafa sigrað  þrjú af  fyrstu 5 LPGA mótum á árinu, sem kom fjölda móta sem Yani hefir sigrað á fyrir 23 ára aldurinn í 15 á LPGA (þ.á.m. 5 risamót) þá hefir Yani ekki verið meðal 50 efstu á s.l. 4 mótum sínum. Tvisvar komst hún ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m.  á Evían Master sem fyrr er minnst á. Meðalskor hennar hefir verið 74.7, sem er mun hærra en meðaltal hennar í fyrra, sem var 69.66. Hver sem ástæðan er; Yani virðist ekki vera hún sjálf. Maður þekkir hana ekki aftur.

Og þá er komið að hárfínu línunni milli frábærra kylfinga og þeirra sem eru einstakir. Hluti af því sem gerði og gerir Ben Hogan, Sam Snead, Jack Nicklaus, Tiger Woods, Kathy Whitworth, Mickey Wright og Anniku Sörenstam einstök að þau hættu aldrei að sigra þrátt fyrir hækkandi aldur. Sigur var ekki lokatakmark heldur leið að enn stærri markmiðum.  Hvert einasta mót sem þessar stórstjörnur unnu eða vinna var/er sett til hliðar og næsta mót tekið sem það allra mikilvægasta sem spilað hefir verið.

Maður veltir fyrir sér drifkrafti Yani, hefir hún hann enn?

Sérstakir stórstjörnukylfingar hafa til að bera andlegan styrk til að viðhalda einbeitingu jafnvel þegar lífið bankar á dyrnar.  Þegar Annika gekk í gegnum lögskilnað í febrúar 2005 meðhöndlaði hún það eins og golffréttapenninn Sirak hjá Golf Digest orðar það eins og slæmt golfhögg, hún hætti að hugsa um það … það var hluti fortíðar, en Annika horfði til framtíðar.  Eftir skilnaðinn vann Annika 10 sinnum á LPGA m.a. 2 risamót.  Einbeiting hennar var ótrufluð. Nú er hún í hamingjusömu hjónabandi með Mike McGee og þau eiga dótturina Övu og soninn Will. Annika myndi ekki skipta á fjölskylduhamingju sinni fyrir hvaða risamót golfsins sem væri.

Heimild: Þýtt og byggt á grein Sirak í Golf Digest.  Þeir sem vilja lesa upprunalegu frétt Sirak SMELLIÐ HÉR: