Adam Scott: „Ég var í sjokki – ég var dofinn“ – myndskeið
Nú er nýlokið blaðamannafundi PGA með Adam Scott fyrir Bridgestone mótið sem hefst í Akron, Ohio, í Bandaríkjunum á morgun. Það er Adam Scott sem á titil að verja í því móti. Sjá má brot af fundinum með Adam Scott með því að SMELLA HÉR:
Blaðamenn voru lítið að spyrja Scott út í mótið sem framundan væri heldur einbeittu sér flestallir að spurningum um Opna breska. Einn blaðamaðurinn hafði orð á því hversu rólegur Adam Scott hefði verið eftir að hann glutraði tækifærinu á sigri í 1. risamóti sínu og hvort hann hefði ekki langað til þess að öskra eða steyta hnefanum, til að láta reiðina út.
Adam Scott svaraði því svo að það væru tímar þar sem hann hefði gert einmitt það. En þarna eftir Opna breska hefði hann einfaldlega verið í sjokki og dofinn, en það væri tilfinning sem hann hefði aldrei haft áður. Hann hefði þó skömmu síðar farið á æfingasvæðið og reynt að hafa með sér allt það góða frá Opna breska. Þegar hann hefði verið á æfingasvæðinu hefði hann séð að ekkert slæmt hefði svo sem gerst, þar sem ekkert var að sveiflu hans og það væri nú ekki eins og hann gæti ekki spilað golf lengur. Hann sagði að sér hefði aldrei fundist hann þurfa að brjóta eitthvað, þó slæmt væri að birgja reiði inni.
Aðspurður hvort Steve Williams (kylfusveinn Scott) kenndi sér um sagði Scott að báðir hefðu verið vonsviknir vegna þessa að þeir kláruðu ekki verkið. En síðan bætti Adam Scott við að í raun myndi hann aldrei vita hvað hefði gerst ef hann hefði gert eitthvað öðruvísi. Hann sagði að Williams hefði verið í þessari stöðu með öðrum kylfingum sem hann hefði unnið fyrir en aldrei með sér. Scott sagðist vona að þeir kæmu sér aftur í þessa stöðu og myndu þá standa sig betur. Hann sagði að sér og Steve Williams kæmi vel saman en þeir hefðu ekki virtst geta lokið þessu sómasamlega á Opna breska en það væri þannig sem pressan/stressið gæti leikið mann.
Adam Scott var spurður að því hvort hann hugsaði um góða frammistöðu annarra kylfinga í móti. Því svaraði Adam svo að auðvitað vissi hann t.d. þegar hann færi inn í Bridgestone mótið á morgun að það mót hefði Tiger t.a.m. unnið 7 sinnum. En meðan hann væri að spila hugsaði hann bara um verkefni sitt, sem klára yrði á golfvellinum.
Aftur fékk Scott spurningu um hverju hann myndi breyta ef hann gæti breytt einhverju varðandi Opna breska, í Lytham. Adam svaraði því þannig að hann gæti farið yfir hvert einasta högg, hann myndi vilja slá þau aftur á lokahringnum, en það þýddi ekki að hugsa svona. Það væri engin afsökun að slá illa 2. höggið á 17. og taka 3.tré á 18. braut. Hann gæti hafa þurft að taka dræver 18. braut, en aðhöggið á 17. hefði valdið honum mestu vonbrigðum. Eins sagði Adam að það yrði bara að sveifla vel en það hefði hann ekki gert á 18. braut. Jafnframt sagði hann að undir smásjá fjölmiðla og áhorfenda rismóta virtust hver einustu mistök margföld á við venjulega vegna þess hversu mikið væri í húfi.
Loks sagði hann að það hefði sýnt sig á árinu að 4-6 högga forysta væri of lítil hún gæti snúist á örskotsstundu. Á risamótum væru skollar og skrambar fljótir að koma því allir fyndu meira fyrir pressunni. Adam fannst hann ekkert hafa spilað illa fyrstu 14 brautirnar á lokahring Opna breska, þá væri sveifla hans ekki horfin, þetta hefði einfaldlega verið lélegur endir hjá honum.
Heimild: Þýtt lauslega af blaðamannafundi með Adam Scott fyrir Bridgestone PGA mótið, sem hefst í Akron, Ohio, á morgun
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024