PGA: Furyk efstur á Bridgestone með 63 högg – hápunktar og högg 1. dags
Það er Jim Furyk sem leiðir eftir 1. dag Bridgestone Invitational á 63 höggum. Furyk fékk 1 örn, 7 skolla og 2 skolla og spilaði Firestone golfvöllinn í Akron, Ohio, sem er par-70, á 7 undir pari. Ef Furyk sigrar í mótinu er það góð niðurstaða fyrir aumingja William McGirt, sem var aðeins $11 frá því að komast inn á PGA Championship s.s. Golf 1 greindi frá. Sá sem verður í efsta sæti á Bridgestone fær að spila í Kiawah Island á PGA Championhsip risamótinu og Furyk er einn þeirra, sem þegar hefir tryggt sér sæti þar. Ef Furyk sigrar tekur næsti maður inn í mótið þ.e. McGirt sæti hans. Lesa meira
Íslandsmót eldri kylfinga hófst á Hólmsvelli í dag – staðan eftir 1. hring
Það eru 94 kylfingar sem luku 1. hring á Íslandsmóti eldri kylfinga sem hófst í morgun, 2. ágúst 2012 á Hólmsvelli í Leiru. Það eru 25 konur og 69 karlar sem þátt taka. Keppnisform er höggleikur án forgjafar og spilaðir eru 3 hringir. Keppt er í 4 aldursflokkum, flokkum kvenna 50+ og 65+ og flokkum karla 55+ og 65+. Það var Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK, sem sló fyrsta höggið í mótinu nú í fyrramálið. Eftir 1. dag er það Inga Magnúsdóttir, GK, sem leiðir í kvennaflokki 65+ Hún spilaði á 88 glæsilegum höggum, fékk 7 pör, 8 skolla og 3 skramba. Í kvennaflokki 50+ leiðir María Málfríður Guðnadóttir, GKG, en Lesa meira
William McGirt var $11 frá því að komast á PGA Championship risamótið … enn er smá sjéns að hann komist inn!
William McGirt var nálægt því að vinna fyrsta sigur sinn á PGA mótaröðinni, þ.e. RBC Canandian Open. McGirt var jafn Scott Piercy á síðustu holunum en fékk skolla á 18. og komst ekki í bráðabana. Það var erfitt að kyngja þeirri pillu, en þar sem McGirt hafði lokið keppni meðal 5 efstu í síðastliðnum nokkrum mótum gerði hann ráð fyrir að fá að taka þátt í fyrsta risamótinu sínu, PGA Championship, sem hefst á Kiawah Island á Suður-Karólínu, í næstu viku. Hann er næstum búinn að þéna $ 1 milljón (126 milljónir íslenskra króna) á þessu ári og náði niðurskurði 8 sinnum í röð er hann lauk keppnistímabilinu á PGA 2011 Lesa meira
Golfklúbbur Ásatúns: Toppmótið fer fram nú á laugardaginn – Fjölmennið á skemmtilegan völl og í eitt flottasta mót á landinu!!!
Nú á laugardaginn fer fram á einum skemmtilegasta golfvelli landsins, flott mót – Topp-mótið. Mótið er opið punktamót með fullri forgjöf og fá karlar hæst 36 í forgjöf og konur 40. Verðlaun fyrir bezta skor: Gjafabréf að verðmæti 25.000 1.verðlaun með forgjöf. Gjafabréf að verðmæti 25.000 2.verðlaun með forgjöf. Verðlaunagripur 3.verðlaun með forgjöf .Verðlaunagripur 1.verðlaun fyrir flesta punkta: Farandbikar. Verðlaun fyrir lengsta teighögg á 6. braut Nándarverðlaun á báðum par-3 brautum Sérverðlaun fyrir karla og konur. Dregið úr skorkortum. Góð verðlaun. Keppnisgjald: 3800 kr. Ekki er hægt að vinna bæði með og án forgjöf. Skráning í golfskálanum SNÚSSU s. 486 6601
GO: Hallgrímur Þorsteinsson fór holu í höggi!
Sunnnudagsmorguninn 22. júlí 2012, rétt fyrir kl. 11:00 í „eina“ 4ra manna ráshópi dagsins fór Hallgrímur Þorsteinsson holu í höggi. Hallgrímur var á heimavelli því hann er í Golfklúbbnum Oddi. Þetta afrek var unnið á 8. holu vallarins, sem er par-3 og 109 metrar af gulum teigum. Þess má geta að þetta er í þriðja sinn sem Hallgrímur afrekar að fara holu í höggi. Golf 1 óskar Hallgrími innilega til hamingju með 3. draumahöggið! Heimild: GO
Viðtal við Maríu Hjorth um Ólympíuleikana
Þar sem golf snýr aftur sem keppnisgrein á Sumarólympíuleikunum í Ríó de Janeiro árið 2016, tók blaðafulltrúi LET, eftirfarandi viðtal við liðsmann Solheim Cup, sænska kylfinginn Maríu Hjorth og bað hana um álit sitt á golfi sem Ólympíugrein og Ólympíuleikunum almennt: Hver er uppáhalds ólympíugreinin þín? Mér líkar við margar greinar! En það sem ég fylgist helst með eru sund, frjálsar og tennis! Hverjir eru uppáhalds íþróttamennirnir þínir á Ólympíuleikunum? Mér finnst Michael Phelps mjög flottur! En ég er líka mikill aðdáandi Federer þannig að ég verð að minnast á hann líka! Ætlarðu að fara á Ólympíuleikana í London og fylgjast með ákveðnum atburðum á Ólympíuleikunum 2012? Nei, það er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Andrésdóttir – 2. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Andrésdóttir. Þórunn er fædd 2. ágúst 1970 og er því 42 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Akureyrar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Þórunn Andrésdóttir (42 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bill Murchison Jr, 2. ágúst 1958 (54 ára); Caroline Pierce, 2. ágúst 1963 (49 ára), Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (49 ára); Jonathan Andrew Kaye, 2. ágúst 1970 (42 ára) …. og …… Eyþór Árnason (58 ára) Jóga Stúdíó (31 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira
Elin Nordegren með nýjan kærasta?
Svo virðist sem Elin Nordegren, fyrrum eiginkona nr. 2 á heimslistanum í golfi, Tiger Woods, sé komin yfir sambandsslitin við goðið, sem ítrekað hélt framhjá henni. Ljóshærða fegurðardísin er að deita íshokkíleikmann San Jose Sharks, Douglas Murray, skv. óáreiðanlegum heimildum (en sjá má mynd af kauða hér að neðan) Menn fóru að leggja saman tvo og tvo þegar sást til þeirra Elínar og Douglas þar sem þau sátu að snæðingi ásamt Jesper Parnevik (en sá hinn sami kynnti Elínu og Tiger) en bæði báru af sér að þau væru par. „Við erum aðeins vinir,“ sagði Murray við sænska dagblaðið Expressen. „Við erum ekki að deita og höfum aldrei deitað. Við Lesa meira
Golfklúbbur Siglufjarðar: Opna Bakarís- og Vífilfellsmótið um verslunarmannahelgina
Glæsilegasta golfmót sumarsins hjá GKS verður haldið laugardaginn 4. ágúst. Spilaðar verða 18 holur. Ræst af öllum teigum kl 09:00. Innifaldar eru veitingar að móti loknu. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Dregið er úr skorkortum. Mótið er styrkt af Aðalbakaríinu Siglufirði og Vífilfelli og hefst kl. 09:00. Mótsgjald 3.000 kr. Endilega skráið ykkur í mótið. Peningaverðlaun í karla- og kvennaflokki frá Aðalbakaríinu Siglufirði. Nándarverðlaun og lengsta drive í boði Vífilfells. Upplýsingar og skráning: SMELLIÐ HÉR: Aðeins þeir sem eru með löglega skráða forgjöf, samkvæmt forgjafarkerfi GSÍ, geta unnið til verðlauna í karla- eða kvennaflokki. Skráningarfrestur er til kl 22:00 föstudaginn 3. ágúst.
PGA: Grace spilar við Tiger fyrstu 2 hringi á Bridgestone – báðir hafa sigrað 3var í ár
Bridgestone heimsmótið hefst í Akron, Ohio, í dag, en mótið er heimsmót og hluti bæði PGA mótaraðarinnar og Evrópumótaraðarinnar. Flestir sterkustu kylfingar heims taka þátt. Meðal keppenda er Branden Grace frá Suður-Afríku. Til þess að sjá kynningu Golf 1 á honum SMELLIÐ HÉR: Árið í ár hefir verið ævintýri líkast fyrir þennan unga Suður-Afríkumann, sem komst í gegnum Q-school Evróputúrsins, vann síðan fyrsta mótið sitt á evrópsku mótaröðinni og svona rétt til að sýna að það hefði ekki verið eitthvert grís bætti við 2 sigrum í 2 öðrum mótum evrópsku mótaraðarinnar. Grace spilaði í fyrsta heimsmóti sínu í mars og Bridgestone mótið er 2. heimsmótið hans. Og hvað gerist hann Lesa meira








