Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2012 | 08:00

GKS: Ólína Þórey og Markús Rómeó sigruðu í Opna Vodafonemótinu

Opna Vodafone mótið fór fram á Siglufirði s.l. laugardag, 28. júlí 2012. Þátttakendur voru 30.  Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki.

Sigurvegari í karlaflokki var Markús Rómeó Björnsson, GKS, með 42 glæsipunkta! Í 2. sæti varð Grétar Bragi Hallgrímsson, GKS, á 39 punktum og í 3. sæti formaður GKS, Ingvar Kristinn Hreinsson. GKS-menn röðuðu sér því í 3 efstu sætin!

Frá verðlaunaafhendingu í Opna Vodafonemótinu: Sigurvegarinn Markús Rómeo er lengst til hægri á mynd. Mynd: GKS

 Í kvennaflokki varð Ólína Þórey Guðjónsdóttir, klúbbmeistari GKS 2012 hlutskörpust með 34 punkta. Ólína Þórey var með betra skor en Marsibil Sigurðardóttir, GHD á seinni 9, en Marsibil var einnig með 34 punkta. Í 3. sæti í kvennaflokki varð Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS á 31 punkti.

Úrslit í Vodafonemótinu á Siglufirði urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1
1 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 22 F 15 19 34 34 34
2 Marsibil Sigurðardóttir GHD 28 F 17 17 34 34 34
3 Ragnheiður Matthíasdóttir GSS 14 F 18 13 31 31 31
4 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 18 F 12 18 30 30 30
5 Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir GHD 24 F 12 18 30 30 30
6 Dagný Finnsdóttir 28 F 17 13 30 30 30
7 Bryndís Björnsdóttir GHD 28 F 14 14 28 28 28
8 Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 10 F 14 14 28 28 28
9 Jóhanna Þorleifsdóttir GKS 26 F 12 13 25 25 25
10 Guðný Helgadóttir NK 26 F 10 12 22 22 22
11 Hlín Torfadóttir GHD 28 F 10 10 20 20 20
12 Björg Traustadóttir 0

Karlaflokkur: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1
1 Markús Rómeó Björnsson GKS 17 F 21 21 42 42 42
2 Grétar Bragi Hallgrímsson GKS 15 F 21 18 39 39 39
3 Ingvar Kristinn Hreinsson GKS 11 F 17 19 36 36 36
4 Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson GKS 17 F 15 19 34 34 34
5 Þröstur Ingólfsson GKS 19 F 17 17 34 34 34
6 Kári Arnar Kárason GKS 19 F 18 15 33 33 33
7 Dónald Jóhannesson GHD 14 F 20 13 33 33 33
8 Ásbjörn Freyr Jónsson GKG 10 F 21 12 33 33 33
9 Þórhallur Dúi Ingvarsson GKS 7 F 17 14 31 31 31
10 Þorsteinn Jóhannsson GKS 8 F 14 16 30 30 30
11 Arnar Freyr Þrastarson GKS 17 F 16 14 30 30 30
12 Benóný Sigurður Þorkelsson GKS 18 F 13 16 29 29 29
13 Þór Jóhannsson GKS 17 F 11 17 28 28 28
14 Ólafur Haukur Kárason GKS 15 F 16 12 28 28 28
15 Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS 6 F 15 12 27 27 27
16 Kári Freyr Hreinsson GKS 15 F 18 9 27 27 27
17 Sævar Örn Kárason GKS 10 F 16 10 26 26 26
18 Runólfur Birgisson GKG 22 F 9 16 25 25 25
19 Benedikt Þorsteinsson GKS 6 F 13 11 24 24 24