Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nökkvi Gunnarsson – 1. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Nökkvi Gunnarsson. Nökkvi er fæddur 1. ágúst 1976 og því 36 ára í dag. Nökkvi er í Nesklúbbnum, er útskrifaður PGA golfkennari klúbbsins og núverandi Íslandsmeistari 35+, en Íslandsmótið fór nú nýverið fram í Vestmannaeyjum. Nökkvi hefir og sigrað á mörgum opnum mótum í ár, m.a. BYKO vormótinu á Nesinu, 1. maí mótinu á Hellu og 60 ára afmælismóti GHR.  Eins hefir Nökkvi tekið þátt í mótum erlendis á árinu; t.a.m. varð hann í 18. sæti ásamt bróður sínum, Steini Baugi, á sterku móti áhugamanna í Belgíu sem fram fór á Royal Waterloo golfvellinum, þ.e. 4Ball Club Trophy, í apríl s.l. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Nökkva með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Guðlaugur Gíslason, f. 1. ágúst 1908 – d. 6. mars 1992, forystumaður GV um árabil, faðir Jakobínu Guðlaugsdóttir og Jón Hauks Guðlaugssonar, kylfinga með meiru;  Lloyd Mangrum, f. 1. ágúst 1914 – d. 17. nóvember 1973

…… og …….

Margrét Eir (40 ára stórafmæli!!!)

Thorvaldsen Bar (35 ára)

Mússa Faulk (44 ára)

Bergur Ve (29 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með stórafmælið!

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!