Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2012 | 10:00

Tiger við æfingar á Ocean golfvellinum

Tiger Woods spilaði Ocean golfvöllinn, sem lið í undirbúningi fyrir PGA Championship risamótið, sem hefst á Kiawah Island í Suður-Karólínu í næstu viku.

En hann er ekki sá eini við æfingar. Haft var eftir golfvallarstarfsmönnum að Adam Scott og Graeme McDowell hefðu líka verið við æfingar viku fyrir lokarisamót þessa árs. PGA Championship hefst eftir rúma viku, 9. ágúst 2012.

Tiger og Adam Scott spila báðir í World Golf Championships-Bridgestone í  Akron, Ohio, en það mót hefst á morgun. Tiger hefir sigrað 7 sinnum í mótinu og Adam Scott á titil að verja.

Í vikunni þar á eftir þ.e. á PGA Championship mun Tiger reyna að sigra á fyrsta risamóti sínu frá árinu 2008 þegar hann spilar á Kiawah Island.

Það er líka spennandi að fylgjast með hvað Adam Scott gerir, en hann leiddi s.s. allir vita 3 daga Opna breska áður en skollar á síðustu brautum í því móti færðu Ernie Els sigurinn á silfurfati.

G-Mac (Graeme McDowell) sigraði í Opna bandaríska 2010.