Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 23:45

Axel Bóasson er í 30. sæti á Evrópumóti einstaklinga

Axel Bóasson, GK, Kristján Þór Einarsson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu leik á International European Amateur Championship í dag, eða m.ö.o. Evrópumóti einstaklinga. Þátttakendur eru 144.

Axel lék á 1 undir pari Montgomerie golfvelli Carton House klúbbsins á Írlandi þ.e. á  71 höggi og deilir 30. sæti ásamt 14 öðrum. Axel fékk 4 fugla og 3 skolla.

Kristján Þór lék á 4 yfir pari, 76 höggum og Ólafur Björn Loftsson, NK var á 5 yfir pari eða 77 höggum og eru þeir í 102. og 120. sæti sem stendur.

Golf 1 óskar þeim Axel, Kristjáni Þór og Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á European Amateur Championship SMELLIÐ HÉR: