Skrúður 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 11:00

Sveitakeppni GSÍ hefst á morgun

Sveitakeppni GSÍ hefst á morgun, föstudaginn 10. ágúst 2012 og verður leikinn um helgina. Alls verður leikið í fimm deildum í karlaflokki og tveimur í kvennaflokki. Leikið verður víða um land.

1. deild karla leikur á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja en leikið er á Garðavelli á Akranesi hjá konunum.

Nú verður leikinn höggleikur í fyrsta skipti bæði í 5. deild karla og 2. deild kvenna.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála í öllum deildum á einum stað með því að

1. deild karla spilar á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
2. deild karla er á Hamarsvelli hjá Golfklúbbnum í Borgarnesi.
3. deild karla er á Öndverðarnesvelli hjá Golfklúbbi Öndverðarnes.
4. deild karla er á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbnum í Hveragerði.
5. deild karla er á Víkurvelli hjá Golfklúbbnum Vík í Mýrdal.

1. deild kvenna er á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
2. deild kvenna er á Skeggjabrekkuvelli hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar.

Heimild: golf.is.