Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 23:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Guðrún Brá mætir Högnu og Guðrún Péturs mætir Önnu Sólveigu í 4 manna úrslitum í stúlknaflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Í stúlknaflokki voru upphaflega 14 stúlkur, en svo dró ein sig úr keppni þannig að 13 voru eftir. Þar af fengu þær sem voru efstar eftir höggleikinn í gær að sitja hjá þ.e. þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í flokki 17-18  ára stúlkna:

1. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR vann Jónínu Björgu Guðmundsdóttur, GHD 3&2

2. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, vann Helenu Kristínu Brynjúlfsdóttur, GKG 5&4

3. Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK vann Andreu Jónsdóttur, GKG 6&5

4. Bryndís María Ragnarsdóttir, GK vann Helgu Kristínu Gunnlaugsdóttur, NK 3&1

5. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK  vann Sögu Ísafold Arnarsdóttur, GK

Jafnframt fór fram keppni í 8 manna úrslitum , þar sem sigurvegararnir 5 úr 10 stúlkna viðureignunum mættu þeim 3 sem komust sjálfkrafa áfram. Úrsltin voru eftirfarandi:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK vann Höllu Björk Ragnarsdóttur, GR 4&3

2. Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK vann Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG, 1&0

3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK vann Bryndísi Maríu Ragnarsdóttur, GK 8&7

4. Guðrún Pétursdóttir, GR vann Hildi Rún Guðjónsdóttur, GK 5&4

Af stúlkunum 13 var aðeins Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK,  sem spilaði bæði í 16 manna og 8 manna úrslitunum og komst áfram í 4 manna úrslit.

Það verður því Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem mætir klúbbfélaga sínum Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur, GK og Anna Sólveig Snorradóttir, GK mætir Guðrúnu Pétursdóttur, GR.