Íslandsmót unglinga í holukeppni: Þóra Kristín mætir Thelmu og Saga Trausta mætir Evu Karenu í 4 manna úrslitum í stelpuflokki
Í dag fóru fram 16 manna úrslit á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Í stelpuflokki voru bara 12 stelpur sem kepptu og því komust 4 efstu úr höggleiknum, sem fram fór í gær, sjálfkrafa áfram í 8 manna úrslitin, en það voru þær Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, Saga Traustadóttir, GR, Eva Karen Björnsdóttir, GR og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.
Úrslit í 16 manna úrslitum í stelpuflokki voru eftirfarandi (NB. aðeins voru spilaðir 4 leikir vegna ofangreinds):
1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS vann Magneu Helgu Guðmundsdóttur, GHD 4&3
2. Thelma Sveinsdóttir, GK vann Heklu Sóley Arnarsdóttur, GK, 5&3
3. Sandra Ósk Sigurðardóttir, GO vann Hörpu L. Bjarkadóttur, GK, 4&3
4. Ólöf María Jónsdóttir, GHD vann Hafdísi Houmöller Einarsdóttur, GK, 7&5
Sigurvegarar í 16 manna úrslitum mættu síðan þeim 4 sem urðu efstar í höggleiknum í gær í 8 manna úrslitum:
1. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK vann Laufey Jónu Jónsdóttur, GS, 7&5
2. Thelma Sveinsdóttir, GK vann Gerði H. Ragnarsdóttur, GR, 2&1
3. Saga Traustadóttir, GR vann Söndru Ósk Sigurðardóttur, GO, 6%5
4. Eva Karen Björnsdóttir vann Ólöfu Maríu Jónsdóttur, GHD, 5&4
Ljóst er skv. ofangreindu að Íslandsmeistari stelpna í holukeppni 2012 kemur annaðhvort úr GK eða GR. Thelma Sveinsdóttir, GK, var eina stelpan í þessu Íslandsmóti sem spilaði bæði í 16 manna og 8 manna úrslitum og vann báða leiki sína! Glæsilegt hjá þessari ungu stelpu úr GK!
Þær sem mætast á morgun eru Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK og Thelma Sveinsdóttir, GK og Saga Traustadóttir, GR og Eva Karen Björnsdóttir, GR.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024