Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 21:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Ragnhildur mætir Helgu og Sara Margrét mætir Gunnhildi í 4 manna úrslitum í telpuflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í flokki 15-16  ára telpna:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Elísa Gunnlaugsdóttir, GHD / Elísa gaf leikinn

2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK vann Hönnu Maríu Jónsdóttur, GK, 4&3

3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK vann Karen Ósk Kristjánsdóttur, GR 4&3

4. Helga Kristín Einarsdóttir, NK vann Alexöndru Eir Grétarsdóttur, GOS, 1&0

5. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK vann Katrínu Víðisdóttur, GK 6&5

6. Birta Dís Jónsdóttir, GHG vann Elínóru Guðlaugu Jónsdóttur, GS 3&2

7. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Ásthildi Lilju Stefánsdóttur, GKG  8&6

8. Þórdís Rögnvaldsdóttir, GHD vann Bergrósu Fríðu Jónasdóttur, GKG 8&6

 

Jafnframt fór fram keppni í 8 manna úrslitum og eru úrslitin þar eftirfarandi:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK, 5&3

2. Helga Kristín Einarsdóttir, NK vann Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK, 2&0

3. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK vann Birtu Dís Jónsdóttur, GHD, 3&1

4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Þórdísi Rögnvaldsdóttur, GHD, 5&4

 

Það er því Ragnhildur Kristinsdóttir GR sem mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur, NK og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK mætir Gunnhildi Kristjánsdóttur, GKG.  Ein af þessum 4 verður Íslandsmeistari í holukeppni telpna 2012!