Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 20:30

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Gísli mætir Aroni Snæ og Birgir Björn mætir Óðni Þór í 4 manna úrslitum í drengjaflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í flokki 15-16  ára:

1. Gísli Sveinbergsson, GK vann Friðrik Berg Sigþórsson, GL 6&4

2. Theódór Ingi Gíslason, GR vann Erni Sigmundsson, GR á 24. holu

3. Aron Snær Júlíusson, GKG vann Björn Óskar Guðjónsson, GKJ 2&0

4. Ævarr Freyr Birgisson,  GA vann Egil Ragnar Gunnarsson, GKG 1&0

5. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG vann Birni Snæ Ingason, GK,  6&4

6. Einar Snær Ásbjörnsson, GR vann Viktor Jónasson, GK, 5&4

7. Birgir Björn Magnússon, GK vann Kristófer Orra Þórðarson, GKG. 3&2

8. Ottó Axel Bjartmarz, GO vann Orra Bergmann Valtýsson, GK 1&0.

 

Jafnframt fór fram keppni í 8 manna úrslitum og eru úrslitin þar eftirfarandi:

1. Gísli Sveinbergsson, GK vann Theódór Inga Gíslason, GR á 20. holu

2. Aron Snær Júlíusson, GKG vann Ævarr Frey Birgisson, GA, 5&4

3. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG vann Einar Snæ Ásbjörnsson, GR, 4&3

4. Birgir Björn Magnússon, GK vann Ottó Axel Bjartmarz, GO, 3&2

 

Það er því ljóst hverjir mætast í 4 manna úrslitum í drengjaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni á morgun, en það eru:

Gísli Sveinbergsson, GK gegn Aroni Snæ Júlíussyni, GKG

Birgir Björn Magnússon, GK gegn Óðni Þór Ríkharðssyni, GK.

Ljóst er að 3 af ofangreindum 4 drengjum eru að keppa um verðlaunasæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni!