Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 23:00

Axel Bóasson á besta skori íslensku þátttakendanna á Evrópumóti einstaklinga eftir 2. dag

Í dag fór fram 2. hringur á Montgomerie golfvelli Carton House á Írlandi í European Amateur Championship eða Evrópumóti einstaklinga upp á íslensku.

Eftir 2 hringi er Axel Bóasson, GK, á besta skori íslensku þátttakendanna; er búinn að spila á samtals 1 yfir pari (71 74). Hann deilir 56. sætinu.

Ólafur Björn Loftsson, NK, átti ágætishring í dag, spilaði á parinu og hækkaði sig við það upp í 100. sætið  (sem hann deilir ásamt 10 öðrum) og samtals 5 yfir pari (77 72).

Kristján Þór Einarsson, GK, er búinn að spila á samtals 6 yfir pari (76 74) – bætti sig um 2 högg frá því í gær, en deilir sem stendur 111. sætinu, ásamt 8 öðrum.

Golf 1 óskar Axel, Ólafi Birni og Kristjáni Þór góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: