Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 00:30

PGA: Carl Pettersson leiðir á PGA Championship eftir 1. dag

Það er sænski Bandaríkjamaðurinn Carl Pettersson, sem leiðir eftir 1. dag PGA Championship risamótisns, á Kiawah Island í Suður-Karólínu.  Hann kom í hús á 6 undir pari, 66 höggum, fékk 6 fugla og skilaði „hreinu“ skorkorti.

Í 2. sæti eru 4 kylfingar: Gonzalo Fdez-Castaño, Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland, Svíinn Alex Noren og nr. 3 í heiminum Rory McIlroy, allir á 5 undir pari, 67 höggum.

Keegan Bradley, sem á titil að verja, Adam Scott og John Daly eru í 8 kylfinga hóp sem deilir 6. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum.

Tiger Woods deilir síðan 14. sætinu ásamt 10 öðrum kylfingur þ.á.m. Miguel Angel Jiménez, en þeir spiluðu á 3 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag PGA Championship SMELLIÐ HÉR: