LPGA: Chella Choi í forystu þegar Jamie Farr Toledo Classic er hálfnað
Chella Choi leiðir þegar Jamie Farr Toledo Classic sem fram fer í Highland Meadows, í Sylvanía, Ohio er hálfnað. Choi var í forystu fyrir löndum sínum frá Suður-Kóreu sem eru ofarlega í mótinu. Í gær var hún á 4 undir pari, 67 höggum og er samtals 9 undir pari. Öðru sætinu deila löndur Choi: Inbee Park og Hee Kyung Seo en einnig Mika Miyazato frá Japan, en þær eru allar 1 höggi á eftir Choi. Bandaríski topp-kylfingurinn Stacy Lewis, sem fæddist í Toledo, Ohio og má í raun segja að hún sé „heimakona“ á heimaslóðum, er 4 höggum á eftir þ.e. á samtals 5 undir pari og deildir 14. sæti ásamt Lesa meira
PGA: Tiger:„Þetta var erfiður dagur“ – Myndskeið
Í viðtali eftir 2. hring á PGA Championship lagði Tiger Woods áherslu á hversu erfitt hefði verið að ná skori upp á 1 undir pari, 71 högg. Hér má sjá myndskeiðið: VIÐTAL VIÐ TIGER EFTIR 2. HRING PGA CHAMPIONSHIP 2012 Óvenjumörg há skor voru á skortöflunni, jafnvel upp undir 90 og fá undir pari. Tiger er því í forystu þegar PGA Championship er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Petterson en allir eru þeir á samtals 4 undir pari, hver. „Mér fannst sem allt betra en par myndi vera gott skor – það var leikáæltun mín og hún gekk upp,“ sagði Tiger. „Þetta var erfiður, erfiður dagur. Boltinn hreyfist Lesa meira
Úrslit eftir 1. dag sveitakeppna GSÍ – 1. deild kvenna
Niðurstöður eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ í 1. deild kvenna var eftirfarandi: 1. deild kvenna – Spilað er á Garðavelli á Akranesi (hjá GL) Í 1. deild kvenna keppa 8 sveitir, líkt og hjá körlunum (sveitir GA, GK, GKG, GKJ, GR, GS, GVG og NK) og og fóru jafnmargir leikir fram í gær, á fyrsta degi sveitakeppninnar. A-Riðill (Í þeim riðli keppa GKG, GR, GS og GVG ) Í þeim riðli bar helst til tíðinda að GKG vann báða leiki sína hlaut 5 vinninga gegn 0 á móti GVG og 4 vinninga gegn 1 í leik sínum gegn GS. Eini vinningur GS gegn GKG konum var þegar Karen Guðnadóttir Lesa meira
Guðrún Steinsdóttir vann á hatta-og pilsamóti GA-kvenna – Unnur Elva fékk verðlaun fyrir flottasta hattinn – Myndasería
Laugardaginn 4. ágúst þ.e. fyrir viku síðan, fór fram hatta-og pilsamót GA-kvenna. Það voru um 40 glæsilegar konur skráðar til leiks í þessu árlega móti og luku 32 keppni. Sjá má myndaseríu frá þessu flotta móti með því að SMELLA HÉR: Mikið var um dýrðir hjá GA konum í gær þegar 40 glæsilega klæddar konur mættu til leiks í blíðskapar veðri. Þær voru hver annarri glæsilegri í kjólum og með hatta. Unnur Elva Hallsdóttir fékk sérstök verðlaun fyrir sinn hatt. Þess mætti geta að seinna um daginn keyrði Unnur Elva á Dalvík og tók þátt í Dalvíkurskjálftanum þar sem hún tók 1. sætið í flokki 50+. Frábær árangur hjá Unni Elvu!!! Lesa meira
Stefánía Kristín Valgeirsdóttir – klúbbmeistari GA – fer til náms og golfleiks í Bandaríkjunum í haust
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir heldur til Bandaríkjana í haust til náms. Hún fékk bæði íþróttastyrk og námsstyrk í Pfeiffer University í Norður-Karólínu og mun hún spila fyrir golfliðið í skólanum. Skólinn er ekki mjög stór, en rúmlega 2.000 nemendur stunda nám við hann og stefnir Stefanía á að læra sjúkraþjálfun og líffræði. Hún útskrifaðist frá MA, 17. júní s.l. Til þess að lesa nýlegt viðtal Golf 1 við háskólanemann verðandi SMELLIÐ HÉR: Frekari upplýsingar um má finna á íþróttasíðu skólans: SMELLIÐ HÉR: Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu velfarnaðar í námi og golfinu og mun fylgjast vel með henni í haust og vetur – Innilega til hamingju með styrkina! Heimild: gagolf.is
Strákarnir í Golfskálanum búnir að setja upp skemmtilega ferð til El Plantio í Alicante í haust
Eftirfarandi fréttatilkynning barst frá „strákunum í Golfskálanum“: „Ágæti kylfingur – við hjá Golfskálanum erum í samvinnu við Úrval Útsýn búnir að setja upp skemmtilega golfferð til Plantio á Spáni 23.-30. október. Ef þú ert í einhverjum pælingum um golfferð í haust þá hvetjum við þig til að skoða þessa ferð. Um er að ræða flotta ferð á góðu verði með nánast öllu inniföldu í verðinu. Förinni er heitið til Plantio Golf Resort sem er frábærlega staðsett, aðeins í 5 mín. akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante og 10 mín. fjarlægð frá miðbæ Alicante. Í þessari ferð bjóðum við upp á skemmtilega dagskrá, flotta gistingu, góða golfaðstöðu, allt innifalið í mat og drykk og, stuttan akstur Lesa meira
Úrslit eftir 1. dag sveitakeppna GSÍ – 1. deild karla
Niðurstöður eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla var eftirfarandi: 1. deild karla – Spilað er á Hólmsvelli í Leiru (hjá GS) Í 1. deild keppa 8 sveitir (sveitir GK, GKG, GKJ, GL, GS, GSE og GV) og og fóru jafnmargir leikir fram í dag á fyrsta degi sveitakeppninnar. A-Riðill (Í þeim riðli keppa GR,GS, GSE og GV) Það bar helst til tíðinda í dag í A-riðli 1. deildar karla hversu vel sveit GSE lék. Sveit GSE vann báðar viðureignir sínar fyrst gegn GV (GSE hlaut 4 vinninga gegn 1 GV; en nýkrýndur klúbbmeistari GV, Örlygur Grímur Helgason vann leik sinn við klúbbmeistara GSE, Hrafn Guðlaugsson 3&2). Lesa meira
PGA: Tiger – Vijay og Carl Pettersson deila 1. sætinu eftir 2. dag PGA Championship
Tiger kom sér í 1. sætið á PGA Championship risamótinu í dag og nú spyrja menn sig hvort hann sé tilbúinn að vinna 15. risamót sitt? Með sigri myndi hann ekki aðeins saxa á forystuna sem Jack Nicklaus hefir í 18 risamótameti sínu, heldur einnig komast í 1. sæti heimslistans að nýju. Hann deilir 1. sætinu með Vijay Singh og forystumanni gærdagsins, Carl Pettersson. Allir eru þeir 3 búnir að spila á samtals 4 undir pari, hver: Tiger (69 71); Vijay (71 69) og Carl Pettersson (66 74) eða samtals 140 höggum hver. Í 4. sætinu er Englendingurinn Ian Poulter, 1 höggi á eftir forystunni og í 5. sæti eru Lesa meira
Landsliðsþjálfarinn stoltur af glæsilegri frammistöðu Axels
Axel Bóasson, GK, lék klassagolf í dag á International European Amateur Championship, en mótið er haldið á hinum 6.600 metra langa Montgomerie golfvelli Carton House á Írlandi. Hann kom í hús á 4 undir pari, 68 höggum. Eftir 3 hringi er Axel búinn að spila á samtals 3 undir pari, 213 höggum (71 74 68). Í viðtali RÚV við landsliðsþjálfarann í golfi var haft eftirfarandi eftir Úlfari Jónssyni um frábæran árangur Axels: „Axel hóf daginn við niðurskurðarlínuna og lék áfallalaust golf allan hringinn. Það var mjög gaman að fylgjast með honum, hann byrjaði rólega en síðan kom fyrsti fuglinn á 5. braut, eini skollinn kom á 7. braut, en síðan tveir Lesa meira
Axel á glæsiskori 68 höggum!!!! Komst í gegnum niðurskurð á Evrópumóti einstaklinga
Axel Bóasson, GK, var á glæsilegu skori í dag, 4 undir pari, 68 höggum á International European Amateur Championship eða Evópumóti einstaklinga, sem fram fer á Írlandi. Á hringnum fékk Axel 5 fugla og 1 skolla. Þar með flaug Axel í gegnum niðurskurð á samtals 3 undir pari, samtals 213 höggum (71 74 68) og er í 26. sæti, sem hann deilir með 3 öðrum þ.á.m. Englendingnum Garrick Porteous, sem spilaði á Hvaleyrinni á European Men´s Challenge Trophy. Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari og komust Ólafur Björn Loftsson, NK og Kristján Þór Einarsson, GK ekki í gegnum niðurskurð. Golf 1 óskar Axel góðs gengis á morgun! Til þess að Lesa meira








