Hver er kylfingurinn: Marcela Leon?
Marcela Leon er sigurvegarinn í Big Break Atlantis þættinum á Golf Channel. Þátturinn er einskonar allsherjar „shoot-out“ mót, sem lýkur með því að þær tvær sem eftir eru í lokin spila til úrslita í holukeppnisformi um m.a. $ 50.000,- (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna).
Til úrslita í Big Break Atlantis í ár spiluðu þær Marcela Leon frá Mexíkó og Selanee Henderson. Eins og þeir sem fylgst hafa með Big Break á Golf Channel vann Leon á 5 & 4.
Marcela Leon er frá Monterrey, Mexikó, og hún spilaði m.a. golf með golfliði San Jose State. Hún var elsti þátttakandinn í ár (fædd 30. janúar 1981 og því 31 árs) og e.t.v. sú sem hafði mestu reynsluna af þeim sem þátt tóku í Big Break Atlantis (skammst.: BBA) og kannski hafði það sitt að segja í sigri Marcelu, en henni tókst að hafa stjórn á stressi og hafa betur í úrslitaleiknum.
Hún hefir verið atvinnumaður frá árinu 2002 og hefir spilað á Futures Tour (nú Symetra Tour) frá árinu 2003, en aldrei almennilega tekist að slá í gegn.
Aðspurð hvað stæði upp úr þegar hún tók við verðlaunum sínum sagði Marcela að það væri sú staðreynd að öll erfiðisvinnan væri farin að skila sér.
Marcela hefir náð að komast í gegnum 3 af 4 niðurskurðum á Symetra Tour 2012. En með því að sigra BBA fær Marcela m.a. þátttökurétt á LPGA Kingsmill Championship, sem fram fer í næsta mánuði Það verður gaman að sjá hvernig þessi hressi mexíkanski kylfingur stendur sig!
Hér í lokin mætti e.t.v. líta á nokkur myndskeið með Marcelu en hún kom m.a. fram í þættinum Morning Drive SMELLIÐ HÉR:
Tekið var viðtal við Marcelu um reynslu hennar á BBA SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024