Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 07:18

LPGA: Pernilla Lindberg í forystu á Jamie Farr Toledo Classic eftir 1. dag

Það er sænska stúlkan Pernilla Lindberg sem tekið hefir forystuna á Jamie Farr Toledo Classic sem hófst á golfvelli Highland Meadows golfklúbbnum í Sylvana, Ohio, í gær. Pernilla spilaði á glæsilegum 64 höggum, sem er 7 undir pari. Hún fékk 8 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti eru 6 kylfingar m.a. bandaríska stúlkan Angela Stanford.  Þær eru allar 2 höggum á eftir Lindberg, á 5 undir pari, 66 höggum.

Enginn endir virðist vera á slöku gengi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng en hún spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 72 höggum og er fyrir vikið í 90. sæti og þarf svo sannarlega að eiga draumahring í dag eigi hún að komast í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna á Jamie Farr Toledo Classic SMELLIÐ HÉR: