Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 13:15

PGA: Tiger ánægður með frammistöðu sína á 1. hring PGA Championship – myndskeið

Í gær hófst á hinum fræga Ocean Course á Kiawah Island Golf Resort í Kiawah Island í Suður-Karólínu síðasta risamót ársins, PGA Championship. . Tiger Woods er meðal efstu manna eftir 1. hring deilir 12. sætinu með 9 öðrum kylfingum, þ.á.m. Adam Scott. Efstur er Svíinn Carl Petterson, sem spilaði á 6 undir pari, 66 höggum.

Í viðtali sem tekið var við Tiger eftir 1. hring sagði hann m.a. að ef vindurinn hefði ekki farið að blása hefði þurft a.m.k. að vera 5 undir pari til þess að vera meðal efstu 10.  En vindurinn blés og Tiger kom inn á skori upp á 3 undir pari, 69 högg, en var sáttur með frammistöðna.

„Ég spilaði vel í dag og öll skor á 60 og eitthvað er góð byrjun í risamóti – og ég er þar á meðal,“ sagði hann.

Sjá má viðtal við Tiger eftir hringinn með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með stöðunni á PGA Championship með því að SMELLA HÉR